Nánari upplýsingar um afhendingu

Kostnaður við afhendingu pöntunar fer eftir tegund afhendingar og heildarþyngd pöntunar. Vefverslunin reiknar sjálf út verð sendingar þegar búið er að velja vörur í körfuna og skrá heimilisfang. Til upplýsingar má reikna með að bjórdós sé 0,3 kg, bjórflaska 0,4 kg og hefðbundin vínflaska 1 kg.

Ef varan er ekki til á lager þá sendum við þér skilaboð um kl 12:00 og látum þig vita um breytingu á afhendingartíma, þú getur valið um að fá sambærilega vöru, samþykkja nýjan afhendingartíma eða að fá endurgreitt.


Höfuðborgarsvæðið

Landsbyggðin

DROPP staðir - Hámark 15 kg
N1 Akranesi
N1 Selfossi
N1 Hveragerði
N1 Reykjanesbæ
Pantanir sem berast fyrir klukkan 10:00 mánudaga- föstudaga eru tilbúnar til afhendingar eftir klukkan 19:00 sama dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 mánudaga-föstudaga eru tilbúnar til afhendingar eftir klukkan 19:00 næsta virka dag. Pantanir sem berast á laugardögum og sunnudögum eru tilbúnar til afhendingar eftir kl. 19:00 næsta virka dag.
DROPP staðir - Hámark 15 kg
N1 Leiruvegi á Akureyri
N1 Egilsstöðum
N1 Borgarnesi
N1 Höfn í Hornafirði
N1 Blönduós
N1 Ólafsvík (verslun)
N1 Ísafirði
Pantanir sem berast fyrir klukkan 10:00 mánudaga til föstudaga eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 eru tilbúnar til afhendingar þar næsta virka dag.
DROPP heimsending á Suðvesturhorninu - Hámark 60 kg
Akranes
Reykjanesbær, Grindavík
Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri
Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur,
Pantanir sem berast fyrir klukkan 10:00 mánudaga til föstudaga eru keyrðar heim á milli klukkan 18:00 og 22:00 sama dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 mánudaga til föstudaga eru keyrðar heim á milli klukkan 18:00 og 22:00 næsta virka dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 á föstudögum og á laugardögum og sunnudögum eru keyrðar heim á milli klukkan 18:00 og 22:00 næsta virka dag.
Afhendingarstaðir Flytjanda - Hámark 200 kg
Ef þú hefur pantað fyrir klukkan 10:00 og valið að fá pöntun afhenta í einhverju af vöruhúsum Flytjanda þá gerum við okkar besta til að þú getir nálgast hana þar næsta virka dag.
Ef þú pantar eftir klukkan 10:00 þá gerum við okkar besta til að þú getir nálgast pöntunina þarnæsta virka dag.
Mín síða