Nánari upplýsingar um afhendingu

Opnunar tími þann 17 júní
Opið frá 12:00 - 20:00 sunnudag og mánudag

Pantaðu hraðsendingu fyrir kl 20:00 og fáðu sent á 2 tímum
17. júni, opið ti 20:00

Kostnaður við afhendingu pöntunar fer eftir tegund afhendingar og heildarþyngd pöntunar. Vefverslunin reiknar sjálf út verð sendingar þegar búið er að velja vörur í körfuna og skrá heimilisfang. Til upplýsingar má reikna með að bjórdós sé 0,3 kg, bjórflaska 0,4 kg og hefðbundin vínflaska 1 kg.

Ef varan er ekki til á lager þá hringjum við eða sendum þér skilaboð og látum þig vita um breytingu á afhendingartíma, þú getur valið um að fá sambærilega vöru, samþykkja nýjan afhendingartíma eða að fá endurgreitt.

Ef ekki næst í viðtakanda þá munum við senda það sem til er og endurgreiða mismuninn.

Við erum í Skipholti 27, 105 Reykjavík, bak við hús, ef þú hefur valið að sækja þá geturðu komið strax til okkar á opnunartíma, ef varan sem þú pantaðir er ekki til þá geturðu komið seinna eða valið aðra vöru.

Sótt á lager

Viðskiptavinir sem leggja inn pöntun og velja að sækja á lager fá tölvupóst sendan, þegar pöntun þeirra er klár til afhendingar, með nánari upplýsingum um staðsetningu og opnunartíma. Lagerinn er í Skipholti, 105 Reykjavík og vöruafgreiðsla er opin frá kl. 12:00 - 20:00, mánudaga til laugardaga og frá kl. 12:00 - 18:00 á sunnudögum. Pantanir sem berast fyrir kl. 19:30 eru afgreiddar samdægurs. Ef varan er ekki til á lager, þá getur þú sótt daginn eftir, fengið aðra vöru eða fengið endurgreitt

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu

Ef þú hefur pantað fyrir klukkan 15:00, (14:00 um helgar) og valið að fá pöntun afhenta með heimsendingu þá verður henni ekið til þín samdægurs á milli klukkan 17:00 og 22:00. Ef þú pantar eftir klukkan 15:00 þá verður henni ekið til þín næsta dag á milli klukkan 17:00 og 22:00. Ef varan er ekki til á lager, þá geturðu fengið aðra vöru, sent daginn eftir eða fengið endurgreitt.

Hraðsending á höfuðborgarsvæðinu

Við sendum heim með hraði alla daga vikunnar frá kl. 12:00 - 22:00 mánudaga til laugardag og kl. 12:00 - 20:00 á sunnudögum. Til að fá sent heim með hraði þarf að panta fyrir kl. 20:00 mánudaga til laugardaga og kl. 18:00 á sunnudögum. Ef varan er ekki til á lager getur þú fengið aðra vöru, fengið vöruna senda degi síðar eða fengið endurgreitt. Við reynum okkar besta til að koma vörunum til þín innan tveggja klukkustunda. Á álagstíma, eða þegar veður og akstursskilyrði eru slæm, geta sendingar dregist. Við reynum þó alltaf að standa við gefin fyrirheit um afhendingartíma og látum vita ef svo vill til að tafir verða á sendingu. Eftir að varan er farin frá okkur er hvorki hægt að skila eða fá endurgreitt

DROPP staðir - Hámark 15 kg

N1 Hringbraut
N1 Ártúnshöfða
N1 Bíldshöfða
N1 Lækjargötu (Hafnarfirði)
N1 Reykjavíkurvegi (Hafnarfirði)
N1 Háholti (Mosfellsbæ)
N1 Borgartúni
N1 Fossvogi
N1 Skógarseli (Breiðholti)
N1 Ægisíðu
N1 Gagnvegi (Grafarvogi)
N1 Stórahjalla (Kópavogi)
Kringlan þjónustuver
Háskólinn í Reykjavík
-----------------------------
Pantanir sem berast fyrir klukkan 12:00 mánudaga til laugardaga eru tilbúnar til afhendingar eftir klukkan 17 sama dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 12 mánudaga til föstudaga eru tilbúnar til afhendingar etir klukkan 17 næsta dag. Pantanir sem berast á sunnudögum og eftir klukkan 12 á laugardögum eru tilbúnar til afhendingar eftir klukkan 17 næsta virka dag.

Landsbyggðin

DROPP staðir - Hámark 15 kg
N1 Akranesi
N1 Selfossi
N1 Hveragerði
N1 Reykjanesbæ
Pantanir sem berast fyrir klukkan 10:00 mánudaga- föstudaga eru tilbúnar til afhendingar eftir klukkan 19:00 sama dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 mánudaga-föstudaga eru tilbúnar til afhendingar eftir klukkan 19:00 næsta virka dag. Pantanir sem berast á laugardögum og sunnudögum eru tilbúnar til afhendingar eftir kl. 19:00 næsta virka dag.
DROPP staðir - Hámark 15 kg
N1 Leiruvegi á Akureyri
N1 Egilsstöðum
N1 Borgarnesi
N1 Höfn í Hornafirði
N1 Blönduós
N1 Ólafsvík (verslun)
N1 Ísafirði
Pantanir sem berast fyrir klukkan 10:00 mánudaga til föstudaga eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 eru tilbúnar til afhendingar þar næsta virka dag.
DROPP heimsending á Suðvesturhorninu - Hámark 60 kg
Akranes
Reykjanesbær, Grindavík
Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri
Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur,
Pantanir sem berast fyrir klukkan 10:00 mánudaga til föstudaga eru keyrðar heim á milli klukkan 18:00 og 22:00 sama dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 mánudaga til föstudaga eru keyrðar heim á milli klukkan 18:00 og 22:00 næsta virka dag. Pantanir sem berast eftir klukkan 10:00 á föstudögum og á laugardögum og sunnudögum eru keyrðar heim á milli klukkan 18:00 og 22:00 næsta virka dag.
Afhendingarstaðir Flytjanda - Hámark 200 kg
Ef þú hefur pantað fyrir klukkan 10:00 og valið að fá pöntun afhenta í einhverju af vöruhúsum Flytjanda þá gerum við okkar besta til að þú getir nálgast hana þar næsta virka dag.
Ef þú pantar eftir klukkan 10:00 þá gerum við okkar besta til að þú getir nálgast pöntunina þarnæsta virka dag.
Mín síða