Nýja Vínbúðin er bresk vefverslun með höfuðstöðvar í London. Verslunin býður upp á gæðategundir á einstaklega hagstæðu verði. Þá bjóðum við heimsendingu eða afhendingu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu sé pantað fyrir klukkan 22:00 Vörurnar eru sendar frá vöruhúsi okkar í Evrópu.
Við búum að margra ára reynslu í þjónustugeiranum og trúum því staðfastlega að góð þjónusta eigi erindi við alla. Sömuleiðis trúum við á heilbrigða samkeppni og sanngjarnan markað sem skilar sér einna helst í stórauknum sparnaði fyrir neytendur - eins og þig.
Á vel flestum sviðum verslunar og þjónustu hefur þróunin verið í átt að tímasparnaði og auknum þægindum fyrir neytendur. Okkur finnst því eðlileg þróun að hægt sé að versla áfengi með nútímalegri tækni og leiðum sem eru í takt við breytta tíma.
Við skiljum að áfengi er verslunarvara sem krefst ábyrgra viðskipta. Við vöndum okkur við afgreiðslu pantana og biðjum notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að tryggja að aldurstakmörk við afgreiðslu séu virt.
Það er í takt við tímann að nýta tímann sinn vel. Ekki bíða í röð. Verslaðu vínið hjá okkur.

Mín síða