13.300kr.
Tangequeray nr. TEN er þurrt og ósætt gin, jurtaeimað fjórum sinnum með kóríander, lakkrísrót og lárviðarlaufi en fersk sítrusviðbót og sérræktuð kamillublóm laða fram ljúfan keim með hvössu eftirbragði. Fullkomin tækifærisgjöf í fallegri gjafaöskju fyrir alla ginunnendur.
In stock
Ómældur metnaður liggur að baki vali á kryddjurtablöndu fyrir hverja og eina gintegund. Svo mikil leynd hvílir yfir ákveðnum afbrigðum af gini, að eimunarmeistarar meðhöndla framleiðsluna sjálfa sem óopinber ríkisleyndarmál sem beri að varðveita með öllum ráðum.
Tanqueray nr. TEN er heimsþekkt og afar eftirsótt þurrt gin sem gælir við bragðlaukana og skipar heiðurssess meðal færustu barþjóna heims sem keppa til verðlauna á einni virtustu kokteilakeppni heims, San Fransisco World Spirits Competition, sem haldin er árlega. Margverðlaunað og ósætt, þurrt Tangqueray gin er afar eftirsótt og er eimað í smáum skömmtum með heilum sítrusávöxtum.
Tangequeray nr. TEN er jurtaeimað fjórum sinnum með kóríander, lakkrísrót og lárviðarlaufi sem eru hefðbundnar ginjurtir en fersk sítrusviðbót og sérræktuð kamillublóm laða fram ógleymanlega ljúfan keim með hvössu eftirbragði. Hér er á ferð freistandi ósætt gin sem bera á fram í kældu séniverglasi með ferskum klaka, úrvals tónik og nýskornu bleiku greipaldin, eða sem fullkominn martini; með þurru vermúti og nýkreistum bleikum greipaldinsafa.
Tangequeray nr. TEN er fullkomin tækifærisgjöf fyrir ósvikna ginunnendur og er framleitt á markað í takmörkuðu upplagi í gullfallegri og klassískri gjafaöskju.
Weight | 1,5 kg |
---|---|
Upprunaland | Stóra Bretland |
Magn | 700ml |
Styrkleiki | 47,3% |