Jaume Serra Bouquet Cava Brut N.V. (750 ml) / Bouquet Cava Rosé N.V. (750 ml) Gift Pack
6.999kr.
Smekkleg gjafaaskja sem fellur öllum unnendum ljúfra léttvína vel í geð. Í öskjunni eru tvær léttvínsflöskur frá hinu rómaða, spænska víngerðarhúsi Jaume Serra; Cava freyðivín og Cava rósavín ásamt tveimur gullfallegum léttvínsglösum.
Jaume Serra Bouquet Cava Brut N.V.
Parellada, Macabeo, Xarel-lo
Fölgyllt, spænskt Cava freyðivín. Miðlungs fylling, fremur sýruríkt, létt freyðing. Sítrusaldin, villijarðarber, appelsínubörkur, rauð aldin. Ljúft borðvín á pari við magra fiskrétti, blandað sjávarfang og létta forrétti.
11,5% Alc. / 750 ml / Glerflaska / Korktappi
Jaume Serra Bouquet Cava Rosé N.V. (750 ml)
Þrúga: Macabeo, Xarel-lo, Parellada
Fagurbleikt og freyðandi, spænskt Cava rósavín. Miðlungs fylling, fersk sýra, þétt freyðing. Villjarðarber, blóðappelsína, rauð aldinkarfa. Hæfir með léttum forréttum, blönduðu sjávarf
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Jaume Serra Bouquet Cava Brut N.V. (750 ml) / Jaume Serra Bouquet Cava Rosé N.V. (750 ml) Gift Pack
Smekkleg gjafaaskja sem fellur öllum unnendum ljúfra léttvína vel í geð. Í öskjunni eru tvær léttvínsflöskur frá hinu rómaða, spænska víngerðarhúsi Jaume Serra; Cava freyðivín og Cava rósavín ásamt tveimur gullfallegum léttvínsglösum.
Jaume Serra er einn af merkustu vínframleiðendum í Cava-héraðinu í Katalóníu og er viðfrægur fyrir að spila á eðli náttúrunnar í samspili við sérstæða ræktunartækni til að framleiða einstaklega ljúf og fallega flókin léttvín. Jaume Serra er rómaður fyrir Cava-vínin, sem eru framleidd með sama hætti og hið franska Champagne (kampavín) en með spænskum undirtóni.
Cava-vínin frá Jaume Serra eru framleidd með hefðbundinni átöppunaraðferð, þar sem annað gerjunarferli fer fram í flöskunni sjálfri eftir átöppun. Þessi aðferð fæðir af sér afar frískandi freyðivín með einstaklega góðu jafnvægi milli sætu, sýru og áfengismagns.
Fullkomin gjafaaskja fyrir þá sem vilja njóta góðs freyðivíns í vönduðum félagsskap eða senda vinum smekklega léttvínsgjöf. Vínglösin eru sérstaklega hönnuð fyrir freyðivín sem svo aftur laðar fram bæði bragðgæði og lokkandi ilminn sem Cava vínin eru rómuð fyrir.
Jaume Serra Bouquet Cava Brut N.V.
Parellada, Macabeo, Xarel-lo
Fölgyllt, spænskt Cava freyðivín. Miðlungs fylling, fremur sýruríkt, létt freyðing. Sítrusaldin, villijarðarber, appelsínubörkur, rauð aldin. Ljúft borðvín á pari við magra fiskrétti, blandað sjávarfang og létta forrétti.
11,5% Alc. / 750 ml / Glerflaska / Korktappi
Jaume Serra Bouquet Cava Rosé N.V. (750 ml)
Þrúga: Macabeo, Xarel-lo, Parellada
Fagurbleikt og freyðandi, spænskt Cava rósavín. Miðlungs fylling, fersk sýra, þétt freyðing. Villjarðarber, blóðappelsína, rauð aldinkarfa. Hæfir með léttum forréttum, blönduðu sjávarfangi, mögrum fiskréttum og / eða léttum og ferskum grænkeraréttum.