Gjafapakki: Freyja Gin (700 ml) + Sif Vodka (1000 ml)
22.500kr.
Glæstur gjafapakki sem inniheldur rammíslenskt gin og vodka, sem bæði bera nöfn norrænna gyðja, þeirra Sif og Freyju sem eru gyðjur ástar og frjósemi. Sif Vodka er unninn úr tæru, rammíslensku jökulvatni sem ber vitni um ósnortna náttúru og hreinleika, en Freyja Spirit of Valkyries Gin er rammíslenskt gin í hæsta gæðaflokki, framleitt úr óerfðabættu vetrarhveiti.
Freyja Gin: 40% Alc / 700 ml / Glerflaska / Korktappi
Sif Vodka: 40% Alc / 1000 ml / Glerflaska / Áltappi
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Gjafapakki: Freyja Gin (700 ml) + Sif Vodka (1000 ml)
Glæstur gjafapakki sem inniheldur rammíslenskt gin og vodka, sem bæði bera nöfn norrænna gyðja, þeirra Sif og Freyju sem eru gyðjur ástar og frjósemi.
Sif Vodka er unninn úr tæru, rammíslensku jökulvatni sem ber vitni um ósnortna náttúru og hreinleika, en Freyja Spirit of Valkyries Gin er rammíslenskt gin í hæsta gæðaflokki, framleitt úr óerfðabættu vetrarhveiti.
Stórglæsilegur gjafapakki sem sómir sér vel á heimabarnum, tilvalið vín í kokteilablöndur og einkar hentugt fyrir veislur sem og hátíðarviburði.
Freyja Spirit of Valkyries Gin: 40% Alc / 700 ml / Glerflaska / Korktappi
Sif Spirit of Valkyries Vodka: 40% Alc / 1000 ml / Glerflaska / Áltappi
Vissir þú að …
… Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Nafn hennar merkir „frú“. Freyja er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði en þangað voru þau send sem gíslar og vináttuvottur eftir stríð þessara tveggja ætta goða. Freyja var valdamikil gyðja og mikið dýrkuð af konum en einnig af konungum og hetjum. Hún jók frjósemd lands og sjávar og veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar. Verandi ástargyðja er hún sögð hafa átt marga ástmenn bæði goð og konunga sem hún studdi svo í valdatíð þeirra. [Heimild: Wikipedia]
Freyja Spirit of Valkyries Gin
Freyja Spirit of Valkyries Gin er rammíslenskt gin í hæsta gæðaflokki, framleitt úr óerfðabættu vetrarhveiti. Ilmur opnar á jarðbundnum einiberjum og frískandi furu.
Silkimjúkur gómur; ylrík einiberja- og pipraðir sítrustónar með fíngerðum viðarblæbrigðum. Fremur þurr og tær endir.
Tært og litlaust ginið er súlueimað að lágmarki sjö sinnum með sérvöldum norrænum kryddjurtum sem sagan hermir að séu frygðaraukandi og er óður víngerðarmeistarans til sjálfrar ástargyðju heiðinna manna.
Kristaltært, íslenskt bergvatn er að finna í Freyju Spiritis of Valkyres Gin sem er framleitt og eimað að sið handverksmeistarans í smáum lotum, hér á Íslandi.
40% Alc / 700 ml / Glerflaska / Korktappi
Vissir þú að …
… Sif er gyðja kornakra í norrænni goðafræði og slegið glampandi hár hennar gáraðist um herðar henni eins og fullþroska hveiti á akri. Á eftir Freyju var Sif fegurst allra goðanna. Í fornum kveðskap var haddur (hár) Sifjar kenning fyrir gull sem skýrist af því að eitt sinn klippti Loki Laufeyjarson allt hár af Sif og hótaði Þór eiginmaður hennar honum öllu illu e
Þyngd | 3 kg |
---|