Eduoard Duval Blanc d’Eulalie Extra Brut Champagne (750 ml)
13.489kr.
Þrúga: Chardonnay
Ljósgyllt og afar þurrt Blanc de Blancs freyðivín frá Champagne héraði í Frakklandi. Miðlungs fylling, fersk sýra, silkimjúk freyðing. Ilmur opnar á ferskum blómsveig með léttkrydduðu ívafi, sítrus, epli, apríkósa, margslungið. Seiðandi eftirbragð. Best borið fram milli 6 – 8°C.
12,5% Alc / 750 ml / Glerflaska / Korktappi
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Edouard Duval Blanc dEulalie Champagne N.V.
Þrúga: Chardonnay
Ljósgyllt og afar þurrt Blanc de Blancs freyðivín frá Champagne héraði í Frakklandi.
Miðlungs fylling, fersk sýra, silkimjúk freyðing.
Ilmur opnar á ferskum blómsveig með léttkrydduðu ívafi, sítrus, epli, apríkósa, margslungið. Seiðandi eftirbragð.
Prýðilegt borðvín á pari við sushi og sashimi, skelfisk, alifuglarétti og / eða milda og þroskaða osta.
Best borið fram milli 6 – 8°C.
12,5% Alc / 750 ml / Glerflaska / Korktappi
Vissir þú að …
Franska vöruheitið „Champagne“ er lögverndað afurðaheiti, en afurðaheitið má einungis nota yfir vín sem eiga uppruna að rekja til Champagne-sýslu, sem er víðfrægt ræktunarsvæði í Frakklandi. Champagne (sem er kampavín, á íslenskri tungu) er framleitt samkvæmt sérstökum reglugerðum sem snúa að grónum ræktunarvenjum víngarða, ásamt því sem gerjun og öldrunarferli lúta háþróuðum og afar rótgrónum hefðum. Fyrrgreint er ákvarðað og bundið í lög af Appellation d’Origine Contrôlée (AOC), sem er frönsk upprunaverndarlöggjöf, en sambærilega og samræmda löggöf má einnig finna innan Evrópusambandsins undir formerkjunum PDO og PGI.
Hérlendis ber löggjöfin heitið „Afurðaheiti“ en það er nafn sem notað er yfir þær landbúnaðarafurðir sem njóta lögbundinnar hugverkaverndar og framleiddar eru á sérstökum svæðum eða samkvæmt tiltekinni hefð, rétt eins og farið er um Champagne Bollinger., sem á rætur að rekja til franska héraðsins Aÿí norð-austurhluta Frakklands, sem var sameinað nýstofnuðu héraði sem ber heitið Aÿ-Champagne og hvílir mitt í hjarta Champagne sýslu,
Þetta mun svarið við þeirri (áleitnu) spurningu því freyðivín sem eiga uppruna að rekja til annarra landsvæða, jafnvel þau vönduðu freyðivín sem eru framleidd eftir sömu aðferð, bera oft önnur nöfn á borð við Cava (Spánn), Prosecco (Ítalía), Sekt (Þýskaland) eða bera einfaldlega heitið Brut (freyðivín) ef um er að ræða framleiðslu frá þeim landsvæðum heims, sem státa ekki af lögvernduðum afurðaheitum í þessa veru.
Slíkur einkaréttur á afurðaheiti og upprunamerki, fellur undir skilgreiningu hugverkaréttar og gæðir kampavín (Champagne) gæðamerki sínu og er einnig ástæða þess að „ósvikið kampavín“ (Champagne) er einnig iðulega í hæsta verðflokki. Því er afar mikilvægt að gera greinarmun á lögvernduðum afurðaheitum í allri umfjöllun um sérkenni vörutegunda og sem njóta lögvarinnar hugverkaverndar.
Um héraðið sjálft, gildir afurðaheitið Champagne, en þrúguafbrigðin sjálf eru iðulega blanda; Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier. Sértækar þrúgur eru misjafnar meðal framleiðanda og jafnvel frá einu ári til annars, en að lokum má þó geta þess að sum afbrigði Champagne er framleitt úr hvítum þrúgum og er þá sérmerkt sem „Blanc de Blancs“ (ef einungis um hvít þrúguafbrigði er að ræða, eða Chardonnay) en „Blanc de Noris“ heitið merkir að vínið er gerjað úr rauðum þrúgum; Pinot Noir, Pinot Meunier eða jafnvel blöndu af báðum þrúgum.
Upprunaland | Frakkland |
---|---|
Hérað | Champagne |
Framleiðandi | Champagne Edouard Duval |
Stíll | Blanc de Blancs |
Þrúga | Chardonnay |
Litur | Fölgyllt |
Eigindi | Afar þurrt, miðlungs fylling, fersk sýra, silkimjúk freyðing, margslungið. |
Matarpörun | Blandað sjávarfang; sushi, sashimi, skelfisur, alifuglaréttir og / eða mildir og þroskaðir ostar. |
Styrkleiki | 12,50% |
Magn | 750ml |
Umbúðir | Glerflaska, korktappi |
Ofnæmi | Súlfatar (Sulfites) |