Armand de Brignac Brut Gold (1500 ml)
124.000kr.
ATH: 10 daga afhendingafrestur er á þessari vöru.
Úrvals kampavín í hæsta gæðaflokki með glæstri freyðingu. Framúrskarandi jafnvægi á sýru og mjúk meðalfylling. Frískandi, freyðir fagurlega og ber ferskan keim af epli, peru, ferskju og sítrusaldin. Langt og lokkandi eftirbragð.
Þrúga: Chardonnay, Pinot Noir, Pinot Meunier
12,5% Alc / 1500 ml / Tinhúðuð glerflaska / Korktappi
Í boði sem biðpöntun.
Armand de Brignac Brut Champagne (Gold)
Úrvals kampavín í hæsta gæðaflokki með glæstri freyðingu. Framúrskarandi jafnvægi á sýru og mjúk meðalfylling. Frískandi, freyðir fagurlega og ber ferskan keim af epli, peru, ferskju og sítrusaldin. Langt og lokkandi eftirbragð.
Þrúga: Chardonnay, Pinot Noir, Pinot Meunier
Armand de Brignac – Víngerðin:
Champagne Armand de Brignac eru úrvals Cuvée kampavín sem bera vott um ómótstæðilegan glæsileika og handverk í hæsta gæðaflokki. Champagne Armand de Brignac víngerðin er í eigu Shawn „Jay Z“ Carter og Moët-Hennessy.
Armand de Brignac – Cuvée:
Armand De Brignac kampavín er framleitt úr jómfrúarskammti af pressuðum vínberjum til að tryggja allra besta kampavín sem völ er á, en Cuvée er sérmerking og merkir að fyrstu 2000 lítrar þrúgusafa vínberjanna (marc) eru notaðir. Því ber Cuvée hugtakið vott um gæði og vandaða framleiðslu en til þekkingarauka og í almennu samhengi er síðari pressun við almenna kampavínsframleiðslu nefnd taille (hali) og merkir að um örlítið slakari gæðaflokk sé að ræða.
Armand de Brignac – Umbúðir:
Hver einasta flaska af Armand de Brignac er málmhúðuð en merkimiðinn er úr tini og er gæðavottaður af sérfræðingum. Flaskan er fægð og loks er merkimiði handsettur á hverja og eina flösku með sérstakri natni og alúð
Armand de Brignac – Átöppun:
Svo nákvæmt er átöppunarferlið að það tekur um klukkustund fyrir sérfræðinga vínhússins að fylla á einar tuttugu flöskur en þar af leiðandi eru engar tvær flöskur nákvæmlega eins.
Armand de Brignac – Framleiðsla:
Einungis örfáir sérfræðingar, eða 18 manna úrvalslið, snertir á Armand de Brignac kampavínsflöskunum; allt frá því að þrúgurnar eru pressaðar og þar til flöskurnar hefja ferðalag sitt úr vínkjallaranum og halda út á hinn stóra markað.
Allt framleiðsluferlið er handleitt áfram af færustu sérfræðingum á sínu sviði; vínberin eru handtínd og sérvalin í framleiðsluna. Þetta er gert til að tryggja óskert gæði framleiðslunnar og viðhalda fullkomnum gæðum í hverju einasta skrefi.
Armand de Brignac – Uppskera:
Sú sértækni sem Armand De Brignac notar laðar fram ferskan ávaxtablæ, milda áferð og framúrskarandi sýrustig. Armand De Brignac kampavín er iðulega framleitt úr þremur uppskeruárgöngum en þannig er tryggt að kampavínið innihaldi albestu einkenni hverrar og einnar uppskeru og viðheldur þannig sérkennum sínum, frá einu ári til þess næsta.
Armand de Brignas – Vínhérað:
Víngerðin hvílir í franska vínhéraðinu Montagne de Reims og státar af 33 hektara vínviðarökrum á fegursta svæði héraðsins; þar á meðal í þorpunum Rilly-la-Montagne, Chigny-les-Roses og Ludes. Á hverju einasta ári meta ræktendur allt upp á nýtt frá undangenginni uppskerutíð; hvaða akrar eru vænlegastir til frjósamrar uppskeru og lesa táknmál móður náttúru með innsæi og skilning þess sem yrkir jörðina og skilur eðli vínræktunar til hlítar.
Þyngd | 1,3 kg |
---|