Nýja Vínbúðin er opin alla daga vikunnar frá kl. 12:00 til 00:00!


Nýja Vínbúðin er bresk vefverslun og eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í London en vöruafgreiðsla Nýju Vínbúðarinnar hér á landi er staðsett í Skipholti 27 (bakhús) 105 Reykjavík er opin frá kl. 12:00 til 00:00 alla daga vikunnar.

Opið alla páskana frá hádegi til miðnættis. Pantaðu fyrir miðnætti og fáðu sent innan 90 mínútna á höfuðborgarsvæðinu.

Almennar upplýsingar um val á afhendingarmáta pantana:

Allar pantanir sem berast gegnum vefverslun Nýju Vínbúðarinnar eru teknar saman jafnóðum og greiðsla berst og geta þá viðskiptavinir valið að sækja vörur strax hjá vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar í Skipholti 27, en við bjóðum einnig heimsendingarþjónustu innan höfuðborgarsvæðisins og póstsendum greiddar pantanir um allt land. Þegar vara er farin frá okkur, er hvorki hægt að skila né fá endurgreitt.

Sóttar pantanir til vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar:

Einungis er hægt að velja og greiða fyrir áfengar vörur með stafrænni auðkenningu gegnum vefverslun okkar en ekki gegn staðgreiðslu í vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar í Skipholti. Við bjóðum þó viðskiptavinum að ganga frá vörukaupum í vefverslun við komu í vöruafgreiðslu og afhendum við staðfestar og greiddar pantanir samstundis.

Óáfengir vöruflokkar í vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar:

Nýja Vínbúðin býður einnig ófáfenga gosdrykki og óáfengt meðlæti til sölu í vefverslun, en við gerum undantekningu frá ofangreindum smásöluákvæðum sé um kaup á óáfengum vöruflokkum að ræða. Þannig er hægt að velja, panta og greiða fyrir óáfenga vöruflokka í móttöku vöruafgreiðslu í Skipholti og greiða fyrir með greiðslukorti í posa vörumóttöku.

Almennt um sendingarkostnað innan höfuðborgarsvæðis:

Sendingarkostnaður er reiknaður á grundvelli heildarþyngdar pantana og afhendingarmáta. Vefverslun Nýju Vínbúðarinnar reiknar sjálfkrafa upphæðina þegar vörur eru komnar í körfu og heimilisfang viðtakanda hefur verið skráð í afhendingarreit, en til upplýsingaauka vegur ein bjórdós um 0,3 kg, ein bjórflaska vegur um 0,4 kg en 700 ml vínflaska vegur um 1 kg.

Heimsendar pantanir innan höfuðborgarsvæðis:

Pöntunum sem berast gegnum vefverslun Nýju Vínbúðarinnar fyrir kl. 14:00 er ekið samdægurs til viðtakanda innan höfuðborgarinnar á milli kl. 17:00 og 22:00, en þeim pöntunum sem berast gegnum vefverslun Nýju Vínbúðarinnar eftir kl. 14:00 er ekið til viðtakanda næsta dag, á milli kl. 17:00 og 22:00 alla daga vikunnar. Almennt heimsendingargjald þann 1. janúar 2024, er 950 krónur en þó bætist álagsgjald við ef um hátíðardaga er að ræða. Nýja Vínbúðin áskilur sér rétt til fyrirvaralausrar hækkunar á almennu heimsendingargjaldi í samræmi við ákvæði viðskiptaskilmála Nýju Vínbúðarinnar, sem lesa má hér.

90 mínútna hraðafhending innan höfuðborgarsvæðis:

Viðskiptavinir geta óskað 90 mínútna hraðafhendingar innan marka höfuðborgarinnar en afhendingarskilmálar þessir gilda alla daga vikunnar. Til að fá sent heim með hraði þarf að panta og greiða fyrir vörur gegnum vefverslun fyrir kl: 00:00 (á miðnætti) en almennt hraðsendingargjald þann 1. janúar 2024, er 1.950 krónur, en þó bætist álagsgjald við ef um hátíðardaga er að ræða. Nýja Vínbúðin áskilur sér rétt til fyrirvaralausrar hækkunar á hraðafhendingargjaldi í samræmi við ákvæði viðskiptaskilmála Nýju Vínbúðarinnar, sem lesa má hér.

Heimsendar pantanir á landsbyggðinni:

Nýja Vínbúðin nýtir hraðsendingarþjónustu TVG Express sem býður fjölbreytilega afhendingarmáta á heimsendum pöntunum. TVG Express heimsendir samdægurs á suðvesturhorninu til nær 83% landsmanna og í box á völdum afgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Alls spannar heimsendingarsvæði TVG Express, sem Nýja Vínbúðin nýtir, til 94% landsbmanna en sendingarkostnaður er innifalinn í pöntunarverði skv. uppgefnum skilmálum Nýju Vínbúðarinnar.