Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.

Showing the single result

  • Setja í körfu
Mín síða