10.355kr.
Ósætt viskí með ljúfum keim af vanillu og skógarberjum. Sjálf flaskan er meðhöndluð með hitanæmri blektækni og því birtast orðin WINTER IS HERE á himinblárri og snæfölri hátíðarflöskunni ef geymd er í frysti og viskíið borið fram vel kælt.
700 ml / 41.7%
*TAKMARKAÐ MAGN:
Sérblandað skoskt maltviskí frá Cardhu og Clynelish – einum af norðlægari brugghúsum í Skotlandi. Bruggarinn víðfrægi, George Harper, notaði Frozen North í upphafi til að brugga White Walker fyrir Johnnie Walker og sagði við það tilefni: „Viskí sem á uppruna sinn að rekja til Clynelish er bruggað að vetrarlagi meðan langdreginn og nístandi kuldi ríkir í þeim hluta Skotlands; ekki ólíkt því sem Næturvaktin [Night Watch / HBO Game of Thrones] hefur mátt þola norðan megin við múrinn mikla. Því skaraði norðurhluti Skotlands fram úr þegar velja átti um brugghús til framleiðslu línunnar.“
700 ml / 41.7%
*TAKMARKAÐ MAGN: