29.850kr.
Aðventudagatal 2023 Vodka Premium aðventudagatalið frá Drinks by the Dram’s er sannarlega frábær leið til að telja niður til jóla! Þetta sérstæða aðventudagatal inniheldur tuttugu og fjögur, mismunandi 30 ml sýnishorn, af hágæða vodka frá valinkunnum framleiðendum víðsvegar að úr heiminum!.
Available on backorder
Vodka Premium jóladagatalið frá Drinks by the Dram’s er sannarlega frábær leið til að telja niður til jóla! Þetta sérstæða jóladagatal inniheldur tuttugu og fjögur, mismunandi 30 ml sýnishorn, af hágæða vodka frá valinkunnum framleiðendum víðsvegar að úr heiminum!
Vodka Premium aðventudagatal 2023 er frábær valkostur fyrir þá eru að sem leita að einstakri gjöf sem gleður, en aðventudagatalið, þó ekki með sama úrvali og nú í ár, kom fyrst á markað árið 2012 og hefur skapast mikil og skemmtileg hefð kringum útgáfu hvers árs enda skemmtileg og ljúffeng leið til að telja niður daga fram að jólum! Rétt er að geta þess að innihald og úrval er sérvalið á hverju ári og því má reikna með öðrum bragðprufum en aðventudagatal síðasta árs innihélt. Við viljum þó ekki spilla allri gleðinni með ofgnótt upplýsinga – en listum hér upp hluta þeirra vodkategunda sem dagatalið kann að innihalda þetta árið!
Velskur vodka frá framleiðanda Penderyn viskí. Fimmfalt eimaður og kolsíaður með tæru jökulvatni og ber byggblandinn ávaxtakeim.
Vodki frá sama framleiðanda og gerir Tyrells kartöfluhnífa; eimaður úr dúnmjúkum kartöflum. Rjómalagaður vodka sem hentar vel í alls kyns kokteila.
Fimmfalt eimaður og bragðbættur vodka með hindberjum og jarðarberjum, sem gefur þessum gæðadrykk dísætt yfirbragð.
Franskt vodka, framleitt úr þrúgum fremur en korni, hæfir einstaklega vel í kampavínskokteila en þó fjölhæft vodka með rjómalöguðu yfirbragði óblandaður á ís.
Hágæða vodka sem framleiddur er með bláu Weber Agave, sem sprettur í Mexíkó og eimaður með háfjallavatni frá Nýfundnalandi og síað með Herkimer demantasíu.
Crystal Head Vodka er Kosher-vottaður, eimaður með háfjallavatni frá Nýfundnalandi og síað með Herkimer dementasíu. Crystal Head Vodka er glútenlaus vodka.
Skemmtilega endurunnið vodka, eimað úr hýði, stilk og fræjum þrúgna sem verða eftir við aðra víngerð, eru eimanðar og svo blandað saman við hreinan vínanda! Frumlegt, ekki satt!
Elit Vodka er lettneskur vodka, sem framleiddur er með einkaleyfisvæddri frostsíunartækni sem felur í séra ð sía vínið við -18 gráður á Celcius. Sléttur og tær vodka með anís- og kryddívafi.
Bragðbættur vodka með bleikum greipaldintónum, tilvalinn í tónik eða sódavatn og einnig sem ávaxtablandinn vodka í klassíska kokteila!
Haku Vodka er japanskur vodka, eimaður úr hakumai – japönskum, hvítum hrísgrjónum. Orðið haku þýðir hvítt á japönsku og endurspeglar tær litbrigði Haku vodka, sem er tvíeeimaður og síaður gegnum bambuskolasíu.
Ljúffengt trönuberjaafbrigði af Jaffa Cake Vodka með fagurrauðum lit, sem hæfir vel óblandaður í glasi með klaka, eða sem uppistaðan í vodkakokteil!
Ljúffengt ástaraldinafbrigði af Jaffa Cake Vodka með appelsínurauðum lit, sem hæfir vel óblandaður í glasi með klaka, eða sem uppistaðan í vodkakokteil!
Ljúffengur, hollenskur vodka með fíngerða sítrus- og hunangstóna. Frábær viðbót á heimabarinn eða sem uppstaða í Dirty Martini kokteil!
Koskenkorva er finnskur vodka, sem framleiddur er eftir sjálfbærum framleiðsluháttum og er eimaður úr sérræktuðu byggi sem byggir á endurnýtanlegum aðferðum. Forvitnilegur og umhverfisvænn vodka!
Littlewater vodkalínan er framleidd með náttúrulegum bragðefnum til viðbætis við vodka, sem gælir við bragðlaukana! Ljúffengir og vodkalegnir karamellutónar; hæfir óblandaður á ís og einnig í sætari kokteila!
Littlewater vodkalínan er framleidd með náttúrulegum bragðefnum til viðbætis við vodka, sem gælir við bragðlaukana! Ljúffengir og vodkalegnir vanillutónar; hæfir óblandaður á ís og einnig í sætari kokteila!
Mamont er síberískur vodka, eimaður sex sinnum og síaður með síberískri bergtækni. Lakkrísilmur, nokkur kornkenndur og rjómalagaður gómur með anísblæ.
Belgískur vodka sem eimaður er úr rúg, maís og möltuðu byggi, sem gefur af sér ávalan, sætblandinn og nokkuð kryddaðan bragðblæ.
Reyka er íslenskur vodka, eimaður úr hveiti og bygg. Reyka Vodka varð fyrsti „grænvottaði“ vodka heims á markað, hann er gerður úr jökulvatni og eimaður með sjálfbærri orku frá jarðhita.
Rozél Rosé Vodka er framleitt í Yorkshire og óður til ávaxtablandinna rósavína frá Provence í Frakklandi. Þessi fallegi vodka státar ekki einungis af roðaleitum litablæ, heldur ber einnig keim af sítrus, steinávöxtum og sumarberjum. Ljúffengt með rósbleiku sódavatni!
Bjartur og safaríkur sítrusvodka frá St George Spirits í Kaliforníu; eimaður úr appelsínum og bergamót frá Valencia og Sevilla sem er blandað við óerfðabreyttan vínanda og loks eimað áður en blandan er vandlega síuð. Aldinríkur vodki sem ilmar af ferskum sítrus!
Þessi er frábær í Bloody Mary! Green Chile Vodka er kryddaður með jalapeño, limeberki og óerfðabreyttum vínanda sem er eimaður og bragðbættur með fersku kóríander, habanero, papriku og jalapeño. Forvitnilegur, silkimjúkur og rótsterkur!
Vusa Vodka er hágæða vodka frá Suður Afríku, sem er eimaður í smáum koparpottum og framleiddur í litlu upplagi, lagaður með sykurrey og loks eimaður eftir afrískum aðferðum, sem gæða vodkann ljúffengu og dísætu yfirbragði.
Glæsilegur og silkimjúkur vodki sem er framleiddur úr tveimur byggafbrigðum; Maris Otter og Plumage Archer. Byggið er eimað í sitthvoru lagi og svo blandað saman af kostngæfni og nákvæmni, sem laðar fram silkimjúkt jafnvægi með fíngerðum bragðtónum. Tilvalinn óblandaður á ís eða sem uppstaðan í klassískan vodkakokteil!
Weight | 2,0 kg |
---|