1.540.000kr.
Í þessu vandaða aðventudagatali frá Drinks by The Drams er enga súkkulaðimola að finna, heldur úrvalsviskí frá hágæða framleiðendum, sem framleitt var fyrir markað í smáu upplagi og því sjaldgæf afbrigði af ýmist einmalta eða blönduðu, hágæða viskí að ræða sem laðar fram ógleymanleg bragðgæði. Fjársjóðurinn, eins og við veljum að nefna þetta gullfallega aðventudagatal, er fólginn í tuttugu og fjórum, 30 ml braðgprufum í endurvinnanlegum glerflöskum með vaxhúðuðu innsigli. Aðventudagatalið kemur í sérsmíðuðum valhnetukassa, sem er flónelklæddur og geymir vandað viskíglas í miðjunni.
Available on backorder
Í þessu vandaða aðventudagatali frá Drinks by The Drams er enga súkkulaðimola að finna, heldur úrvalsviskí frá hágæða framleiðendum, sem framleitt var fyrir markað í smáu upplagi og því sjaldgæf afbrigði af ýmist einmalta eða blönduðu, hágæða viskí að ræða sem laðar fram ógleymanleg bragðgæði á heimsmælikvarða.
Fjársjóðurinn, eins og við veljum að nefna þetta gullfallega aðventudagatal, er fólginn í tuttugu og fjórum, 30 ml braðgprufum í endurvinnanlegum glerflöskum með vaxhúðuðu innsigli, sem hver og ein leynist á bak við hvern glugga aðventunnar og allt fram til jóla. Aðventudagatalið kemur í sérsmíðuðum valhnetukassa, sem er flónelklæddur og geymir vandað viskíglas í miðjunni og hefur allt það besta að geyma fyrir viskíáhugamanneskjuna sem velur aðeins það besta.
Hér að neðan má lesa um helsta úrvalið í Very Old & Rare Whisky Aðventudagatalinu árið 2023, en að sögn framleiðanda eru örlitlar líkur á því að úrval geti breyst lítillega, en engar áhyggjur – muni einhver af 24 bragðprufunum taka breytingum – ábyrgðist Drinks by The Drams, sem framleiðir aðventudagatölin að gæðin og innihaldið verði það sama, og falli óaðfinnanlega að hverjum og einum glugga í þessu gullfallega og sérstæða aðventudagatali.
Einmalta skoskt viskí; eimað árið 1966 og þroskað á eikartunnum í ein 44 ár fyrir átöppun af skoska vínframleiðandanum Auchentoshan. Ilmur opnar á mildum „eucalyptus“ ilm og ljúfri hungansslæðu. Silkimjúk og ávöl, hunangsblandin munnfylli með mildum mjaðarkeim og framandi jurtatónum. Lýkur á langri og ferskri, myntukenndri áferð.
Einmalta, 40 ára gamalt, skoskt Islay viskí. Eimað, þroskað og átappað af skoska vískíframleiðandanum Bunnahabhian á skosku eyjunni Hebridean, sem er margrómuð fyrir reykt, einmalta viskí. Ilmur opnar á suðrænum aldinsveig; banana, villiberjum, rjómatoffí og vanilluleginni eikarslæðu. Sæt og maltkennd munnfylli rjómakennd karamella, léttristaðar hnetur, suðræn aldin og ananas. Langt og ávaxtaríkt, sætblandið eftirbragð.
Fagurþroskað og afar vel úr garði gert, einmalta skoskt viskí frá hinum goðsagnarkennda Glefarcias viskíframleiðanda. Viskíð var eimað árið 1958 og tók út samfelldan þroska á stórum, fyrrum sherry-eikartunnum, en þaðan kemur hinn djúpi litur. Aðeins 130 flöskum var átappað fyrir markað og er því um afar sérstætt og takmarkað upplag framleiðanda að ræða.
Einmalta, afar sérstætt og vandað, 60 ára gamalt skoskt Speyside viskí frá Glenfarclas. Ilmur opnar á ríkulega sætkrydduðum og þurrkuðum ávaxtablæ. Eikarkenndur tannínilmur í samræmi við uppruna og þroska. Sjerrítónar koma fram í munni með dökkum sýrópsblæ og dökkum, beiskum kaffitónum. Fíngerður, silkimjúkur og langur endir.
Einmalta, 41 árs gamalt skoskt Highland viskí frá Glenglassaugh. Eimað í júní árið 1975, þroskað á fyrrum Sauternes desertvíntunnum og loks átappað í nóvember árið 2016. Einungis 177 flöskum var átappað fyrir markað og því er um afar sérstætt og takmarkað upplag frá framleiðanda að ræða. Ilmur opnar á hunangstónum og gullnum aldinsveig; gulri peru, apríkósu og hrásykri. Þétt munnfylli, ylríkir eikartónar, karamellublær, kanilbökuð epli, appelsínubörkur,mildir byggtónar.
Einmalta, 35 ára gamalt, skoskt Highland viskí frá Glegoyone.Eimað árið 1970 og þroskað á gömlum sjerrí-tunnum en það skýrir djúpan litablæ og svo dökkar súkkulaði- og sjerrílegnar bragðnótur. Einungis 500 karöflum var átappa fyrir markað. Ilmur opnar á karamellulegnum eplum og dökku súkkulaði. Eikarblandnir kirsuberjatónar í munni, kryddtónar, þurrkaðir ávextir og vanilla. Langur og ríkulegur, sætur endir með eikarivafi.
Einmalta, 40 ára gamalt skoskt Highland viskí frá Highland Park. Mjúkur ilmur af reyktu greni og „eucalyptus“ með ávaxtablöndnum hunangsblæ. Þétt, örlítið olíublandin munnfylli; gróskumikill laufkryddablær, innbakaðir, sjerrílegnir marsipantónar, suðrænar appelsínur. Löng og eikarblandin bragðrík, sætkrydduð ending.
Einmalta, 32 ára gamalt, japanskt viskí. Eimað í Karuizawa árið 1976 og þroskað á sjerrílegnum eikartunnum. Ilmur opnar á ríkulegum sjerríilm, orkedíum, eplasafa og engifer. Ríkulega útilátin munnfylli; bragðmikið og örlítið beiskt, svartar lakkrísnótur. Langt, ylríkt og seiðandi eftirbragð sem varir og varir …
Einmalta, 40 ára gamalt skoskt Loland viskí frá Ladyburn, eimað þann 21. nóvember árið 1974, og þroskað í gamallri koníakstunnu og loks átappað af William Grant, þann 25. Nóvember 2014, mörgum árum eftir að Ladyburn lagði niður framleiðslu sína. Ríkulegur ilmur af þroskuðum sveskjum og döðlum, örlar á sandalvið. Djúpir bragðtónar af ristaðri eik, þroskuðum koníaksþrúgum og krydduðum blómsveig, apríkósu, karamelluleginni ferskju og fíkju. Langur og þroskaður, ylríkur og aldinblandinn endir.
Blandað, 25 ára gamalt japanskt maltviskí frá Nikka Taketsuru, sem inniheldur maltviskíblöndu frá japönsku Yoich og Miyagikyo viskíframleiðendunum. Afar sjaldséð og vandað, vel þroskað japanskt maltviskí með maltblöndnum sjerrítónum, blómsveig og mildum móbrigðum.
Einmalta, 45 ára gamalt, skoskt Islay viskí með fremur dularfulla sögu, en ekki fylgir sögunni hvar á Islay viskíið var eimað en vínið er hluti af Speciality Drinks Port Askaig línunni. Viskíð var þroskað á einum fimm sérvöldum sjerrítunnum og marinerað í heilt ár fyrir átöppun. Sjaldséð Islay verðmæti í heimi skoskrar viskíframleiðslu og ljúffeng lína frá Port Askaig.
Einmalta, 50 ára gamalt, skoskt Speyside viskí frá Douglas Laing. Eimað í nóvember árið 1967 og þroskað í sjerrítunnu allt til átöppunar, í mars 2018 fyrir markað. Aðeins 307 flöskur úr línunni voru settar á markað og því um afar smátt og verðmætt upplag framleiðanda að ræða. Ilmur opnar á djúpmarineruðum ávöxtum, með vel kryddaðri ilmslæðu. Ríkulega útilátin og eikarblandin munnfylli með vanilluvott, bygg og þroskuðum ávaxtablæ. Langur, eilítið myntublandinn og mokkaleginn endir.
Einmalta, 40 ára gamalt, skoskt viskí frá Talisker. Þroskað á eikartunnum og átappað í fremur smá upplagi fyrir markað, en 2000 flöskur voru framleiddar fyrir alþjóðamarkað. Ilmur opnar á mildum en ríkulega útilátnum, sýrópslegnum peru- og appelsínutónum með undirliggjandi söltum sandalviðarilmbrigðum. Afar fíngerð og mjúk munnfylli; dísætur aldinsveigur, ljóst greipaldin, vottar fyrir vægu sjávarsalti og lýkur með rjúkandi heitri og pipraðri, reykkenndri áferð. Löng, lokkandi og ylrík hnetublandin, reyklöguð ending.
Einmalta og rafgullið, 55 ára gamalt skoskt Speyside viskí frá Glenrothes. Viskíið er blandað úr tveimur úrvals, einmalta viskítegundum sem báðar tóku út einvala þroska á stórum eikartunnum, sem voru eimaðar árið 1968 og átappað árið 2018. Ilmur opnar á rósablandinni mýkt sem fléttast við möndluolíu og vanillukenndan eikarspæni. Slétt og afar sæt munfylli, heitkryddaður karakter, nokkuð kælandi og langur, kryddaður endir.
Blandað, 50 ára gamalt, skoskt og afar vandað malt- og kornviskí frá The Blended Whisky Company. Ilmur opnar á dísætum perutónum með ristuðum valhnetu- og þroskuðum eikarblæ. Engifervottur. Vel útilátin og silkimjúk, margslungin munnfylli sem ber keim af bleiku greipaldin, þroskaðri vanillu, djúpum rúgtónum, dökku sýrópi og ristaðri eik. Ylríkur og silkimjúkur, örlítið þurr endir.
Einmalta, skoskt viskí í úrvalsflokki, eimað og þroskað af Macallan Single Malt Scotch viskíframleiðandanum í samvinnu við Laique French Chrystal sem hannaði umbúðir 700 ml karöflu sem sett var á markað fyrir sérvalin viskí í úrvalsflokki.Þroskað á spænskum eikartunnum, sem áður voru notaðar undir sjerrí og átappað fyrir markað í Skotlandi. Ilmur býður ferskan, rauðan eplablæ, appelsínutóna og sætan, vanillulegin rifsber. Silkimjúk munnfylli; þroskaðir og þurrkaðir ávextir, dökkar ristaðar nótur og ylríkt engiferð. Afar langur og ylríkur endir, með djúpum fíkju- og dökkum kryddblæ.