7.499kr.
Lífrænt ræktað og logagyllt austurrískt hvítvín. Breiður og hringlaga gómur með krydduðu ívafi og þéttri blómakörfu, oxuð apríkósa og möndlur með mjúku tannín. Hentar með sterkum og krydduðum réttum.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Þegar bræðurnir Eduard og Stephanie Tscheppe hófu að framleiða léttvín í austurríska smáþorpinu Oggau, Burgenland, ákváðu þeir að skíra áranga í höfuðið á eigin fjölskyldumeðlimum. Hvert og eitt yrki sem árgangur af Gut Oggau víni, hlýtur þannig kenninafn eins úr fjölskyldu bræðranna en austurríski listamaðurinn Jung von Matt dregur blýantsteikningar af ásjónum fjölskyldunnar. Skemmtilegt, ekki satt!
Lífrænt ræktað og logagyllt austurrískt hvítvín. Breiður og hringlaga gómur með krydduðu ívafi og þéttri blómakörfu, oxuð apríkósa og möndlur með mjúku tannín. Þessi árgerð er æði sérstök þar sem vínið tók út lengri þroska og var framleitt á eikartunnum, sem auka á dýpt og blæbrigði þess. Hentar með sterkum og krydduðum réttum. Blandað vín; þrúgugerðir Gruner Vetliner og Pinot Blanc, framleitt af Gut Oggau víngerðarhúsinu, Oggau, Burgenland í Austurríki.