6.199kr.
20% afsláttur á meðan birgðir endast!
Tia Maria er arómatískur og margslunginn, kaldbruggaður kaffilíkjör og er framleiddur eftir ströngum gæðastöðlum sem tryggja að bragð og ilmur er ávallt óaðfinnanlegt. Flaskan kemur í smekklegum gjafaumbúðum með tveimur fallegum eigulegum glösum sem eru tilvalin til framreiðslu í góðra vina hópi.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Tia Maria er arómatískur og margslunginn, kaldbruggaður kaffilíkjör. Sjálf sagan af uppruna Tia Maria er heillandi og nær aftur til miðbiks sautjándu aldar, þegar glæst og enn ung, spænsk aðalsmeyja og aristókrati að nafni Mafe, flúði það umrót sem nýlendustríðið hafði á lífsskilyrði eyjarskeggja á Jamaika.
Einkaþjón Mate tókst, við flóttann mikla, að bjarga fjölskyldugersemi, sem einmitt var uppskrift að dulúðugum líkjör og hafði verið í eigu fjölskyldunnar í nokkrar kynslóðir, en uppskriftin sjálf var síðar nefnd í höfuð ungu og hugrökku aðalsmeyjunni.
Tia Maria var fædd.
Uppskriftin lá svo í dvala, ef svo má að orði komast, um árabil eða allt þar til á fjórða áratug síðustu aldar, þegar Dr. Kenneth Leigh Evans nokkur, kom höndum yfir hlutföllin og uppskriftina, sem hann hóf að framleiða og markaðssetja. Allt frá árdögum Tia Maria á markaði hefur líkjörinn notið mikilla vinsælda hjá unnendum kaffilíkjöra um allan heim en Tia Maria var notað í alfyrstu Espresso Martini uppskriftina sem kom á markað fyrir ríflega fjörtíu árum síðan. Nú á dögum, með kaldbruggun, er ávallt tryggt að Tia Maria kaffilíkjörinn beri enn sama, víðfræga bragðið, en svo er að þakka þremur uppistöðuhráefnum í líkjörnum:
100% Arabica kaffi – Gefur sérstætt, brennt og ríkulega fyllt bragð
Madagaskar vanilla – Eykur dýpt og gæðir góminn kringlóttri mýkt
Jamaíkanskt romm – Styrkir, dýpkar og þéttir sjálfan líkkjörinn