54.900kr.
The Single Cask Whisky Aðventudagatal 2023 Þú finnur enga súkkulaðibita hér! Inni í hverjum og einum 24 glugga The Single Cask Whisky aðventudagatali 2023, er að finna eina 30 ml bragðprufu (sýnishorn) af hágæða Single Cask Whisky frá fremstu viskíframleiðendum heims, sem viskísérfræðingar Drinks By The Drams hafa valið af alúð og natni fyrir jólin í ár!
Available on backorder
The Single Cask Whisky jóladagatalið frá Drinks by the Dram’s er sannarlega frábær leið til að telja niður til jóla! Þetta sérstæða jóladagatal inniheldur tuttugu og fjögur, mismunandi 30 ml sýnishorn, af hágæða viskí frá valinkunnum framleiðendum!
The Single Cask Whisky aðventudagatal 2023 er frábær valkostur fyrir þá eru að sem leita að einstakri gjöf sem gleður, en aðventudagatalið, þó ekki með sama úrvali og nú í ár, kom fyrst á markað árið 2012 og hefur skapast mikil og skemmtileg hefð kringum útgáfu hvers árs enda skemmtileg og ljúffeng leið til að telja niður daga fram að jólum!
Rétt er að geta þess að innihald og úrval er sérvalið á hverju ári og því má reikna með öðrum bragðprufum en aðventudagatal síðasta árs innihélt. Við viljum þó ekki spilla allri gleðinni með ofgnótt upplýsinga – en listum hér upp hluta þeirra viskítegunda sem dagatalið kann að innihalda þetta árið!
Einmalta, reykt skoskt viskí, þroskað í koníakstunnu í ein fimm ár fyrir átöppun; 2017 árgangur.
Reykt, einmalta viskí frá Ardomre brugghúsinu. Gæða viskí frá hálendi Skotlands, eimað árið 2012, tunnuþroskað í 11 ár og átappað árið 2023.
Einmalta skoskt viskí frá Balmenach brugghúsinu, eimað í apríl 2011, tunnuþroskað í 11 ár og átappað árið 2021.
Einmalta skoskt viskí, eimað í janúar 2011 og lagt á tunnu nr. 15555 fyrir 11 ára þroskaskeið, en aðeins 314 flöskum var átappað fyrir markað í janúar 2022.
-Einmalta, skoskt viskí frá Speyside’s Dailuaine Distillery, eimað í júlí 2008 og þroskað á sherry-tunnum í 12 ár. 574 flöskum var átappað fyrir markað í júní 2021.
Einmalta, skoskt viskí, frá Eden Mill Distillery, eimað í Madeira sherrytunnum. Aðeins 272 flöskum var átappað fyrir markað.
30 ára gamalt, einmalta skoskt viskí frá Glen Keith Distillery, þroskað á tunnum frá júní 1991 til september 2021. Aðeins 427 flöskum var átappað fyrir markað.
Einmalta, skoskt viskí frá GlenAllachie, eimað í mars 2009 og þroskað á sjerrítunnum í 12 ár. Aðeins 359 flöskum var átappað fyrir markað í ágúst 2021.
Ameriskt, 11 ára gamalt viskí frá Heaven Hill, eimað árið 2009 og þroskað á tunnum í 11 ár. Aðeins 310 flöskum var átappað fyrir markað árið 2020.
Einmalta, 10 ára gamalt skoskt viskí frá Speyside’s Linkwood Distillery, þroskað á tunnum frá árinu 2012 til 2022. Aðeins 332 flöskum var átappað fyrir markað.
Einmalta, skoskt viskí frá Lochlea Distillery, átappað á koníakstunnur í mars 2019. Aðeins 242 flöskum var átappað fyrir markað árið 2023.
Einmalta, skoskt viskí frá Royal Brackla Distillery. Eimað árið 2007 og átappað árið 2021. aðeins 529 flöskum var átappað fyrir markað.
Einmalta, 12 ára gamalt skoskt viskí frá Teainich Distillery. Lagt á tunnur í júní 2009, en 333 flöskur voru átappaðar fyrir markað í janúar 2022.
Einmalta, skoskt viskí frá Teainich Distillery, lagt á tunnur árið 2007, en 525 flöskum var átappað fyrir markað árið 2022.
Einmalta, írskt byggviskí, þroskað á frönskum Calvados tunnum, en aðeins 330 flöskum var átappað fyrir markað.
10 ára gamalt, einmalta Glenrothes viskí, með mjúkum eikar- og vanillublæ og krydduðum jurtamaltkeim. Aðeins 470 flöskum var átappað fyrir markað.
25 ára gamalt, skoskt viskí, eimað í ágúst árið 1995 og átappað í desember 2020. Aðeins 314 flöskum var átappað fyrir markað.
Einmalta, 10 ára gamalt skoskt viskí, frá Tullibardine Distillery. Aðeins 344 flöskum var átappað fyrir markað árið 2023.
30 ml / 46% Alc
Vinsamlega athugið: Örlitlar líkur eru á því að innihald jóladagatalsins geti hnikað örlítið frá uppgefnu innihaldi sem hér má lesa um – en áhyggjur eru þó með öllu óþarfar, þar sem hver og einn gluggi í jóladagatali ársins 2023 mun innihalda hágæða viskí, sem fellur óaðfinnanlega að smekk jafnvel kröfuhörðustu viskíunnenda. Hver og ein 30 ml bragðprufa (sýnishorn) sem jóladagatal ársins 2023 inniheldur, var handvalin af natni og alúð af sérfræðingum Drinks by the Dram’s – en auk þeirra 18 sérvöldu viskítegunda sem koma fram hér, eru 6 úrvalsviskí ótalin og koma ljúflega á óvart!