7.259kr.
Taitinger Brut Réserve er framleitt úr 40% Chardonnay, 35 Pinot Noir og 25% Pinot Meunier þrúgum sem uppskornar eru frá yfir 35 mismunandi vínekrum, en óvenjuhátt hlutfall af Chardonnay (40%) gerir Brut Réserve kleift að ná arómatískum hátindi 3 til 4 ára þroskaskeið í vínkjallaranum. Glæsilegt og léttfreyðandi kampavín með léttum sítruskeim sem hentar við öll tækifæri.
Ekki til á lager
James Bond segir Taittlinger kampavín eitt vandaðasta vín veraldar. Bond kann að vera þekktur fyrir rómaða tryggð við hristan, en ekki hrærðan, Martini, en 007 er þó hrifnastur af Taittinger kampavíni. Í skáldsögum Ian Flemming um breska njósnarann, segir sjálfur Bond Taittinger kampavín í sérstöku uppáhaldi eins og kemur fram í kvikmyndinni From Russia With Love, þar sem Sean Connery kælir, með eftirminnilegum hætti, flösku af Taittinger í svölum sjónum og dregur svo flöskuna upp með glæsibrag. Síðar í kvikmyndinni velur Bond svo að drekka Taittinger kampavín með kvöldverðinum um borð í Austurlanda-hraðlestinni.
Taitinger Brut Réserve er framleitt úr þroskuðum 40% Chardonnay, 35 Pinot Noir og 25% Pinot Meunier vínþrúgum sem uppskornar eru frá yfir 35 mismunandi vínekrum. Óvenjuhátt hlutfall af Chardonnay þrúgum (40%) gerir Brut Réserve kleift að ná arómatískum hátindi að hafa tekið út 3 til 4 ára þroska í vínkjallaranum. Glæsilegt og léttfreyðandi kampavín með léttum keim af sítrusávöxtum, grænum eplum, ferskjum og mildum apríkósukeim. Fullkominn fordrykkur og frábært kampavín sem hentar við öll tækifæri.