16.800kr.
Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson, sem er margverðlaunaður konfektgerðarmaður, á heiðurinn að þessari glæsilegu listhönnun og handgerðu súkkulaðimolunum í konfektjóladagatalinu árið 2022.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson, sem er margverðlaunaður konfektgerðarmaður, á heiðurinn að þessari glæsilegu listhönnun og handgerðu súkkulaðimolunum í konfektjóladagatalinu árið 2022. Glæsilegar gjafaumbúðirnar og svo hönnunin sjálf eru sannkölluð prýði og sóma sér vel í stásstofu hvers heimilis. Dagtalið er sneisafullt af listilega vel gerðum konfektmolum úr hágæða hráefnum og segir Hafliði sjálfur ýmislegt óvænt og unaðslega ljúffengt leynast í dagatalinu, enda skuli ávallt vandað til verka þegar telja á niður daga til jóla.
Hver getur staðist 24 handgerða og rammíslenska, sérhannaða konfektmola í hæsta gæðaflokki úr konfektsmiðju meistara Hafliða Ragnarssonar, súkkulaðimeistara og gæðabakara með meiru?