10.999kr.
Strega er eikarþroskaður, saffrangulur og margslunginn, ítalskur jurtalíkjör sem inniheldur einar sjötíu grasa- og jurtaafurðir. Sætur og mjúkfylltur, fremur flókinn og bragðríkur, með ríkan keim af myntu og einiberjum, anís og fennel, ásamt myntu, einiberjum og kanil.
In stock
… orðið Strega er komið úr latínu og merkir “Norn”, en uppskriftin að hinum ítalska Strega varð til í ítalska héraðinu Benevento árið 1860. Hver það var sem skráði orðin fyrstur á blað og lagði vínið á eikartunnur fylgir hins vegar ekki sögunni, né heldur hvers vegna líkjörinn sem er saffrangulur vegna kryddjurtarinnar, sem er eitt innihaldsefni Strega, hlaut þetta sérkennilega nafn – en skemmtileg er sagan!
Strega er eikarþroskaður, saffrangulur og margslunginn, ítalskur jurtalíkjör sem inniheldur einar sjötíu grasa- og jurtaafurðir. Sætur og mjúkfylltur, fremur flókinn og bragðríkur, með ríkan keim af myntu og einiberjum, anís og fennel, ásamt myntu, einiberjum og kanil. Afar fjölhæfur og heimsfrægur, ítalskur jurtalíkjör sem má bera fram óblandaðan á ís, sem bragðbæti með ferskum ávöxtum og sykruðum eftirréttum, sem styrkjandi viðbót í heitan súkkulaðidrykk og sem aðaluppistöðuefni í fágaðar kokteilablöndur.
Upprunaland | Ítalía |
---|---|
Hérað | Beneveto |
Litur | Saffrangulur |
Magn | 700ml |
Ofnæmi | Inniheldur jurta- og kryddafurðir, framleiðandi ber ábyrgð á skráningu innihaldsefna á vörumiða umbúða. Vísað er til framleiðanda ef nánari upplýsinga er óskað. |
Styrkleiki | 40% |
Umbúðir | Glerflaska, skrúftappi |