415kr.
Skjálfti ber ríkan ávaxtakeim, maltaðan og yfirvegaðan karakter með vott af beiskju. Fer vel með steiktum og grilluðum kjötréttum, vel krydduðum réttum og þroskuðum, sterkum ostum.
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, humlar og ger.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Skjálfti var fyrsti bjórinn sem Ölvisholt brugghúsið framleiddi og kynnti á markað!
Skjálfti var fyrsti bjórinn sem Ölvisholt brugghúsið framleiddi og kynnti á markað. Þetta er lagerbjór í California Common stíl, sem gerjaður er við hærra hitastig en hefðbundinn lagerbjór. Skjálfti ber ríkan ávaxtakeim, maltaðan og yfirvegaðan karakter með vott af beiskju. Fer vel með steiktum og grilluðum kjötréttum, vel krydduðum réttum og þroskuðum, sterkum ostum.
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, humlar og ger.
Hér er um að ræða lagerbjór í amerískum stíl sem fyrst er gerjaður við hátt hitastig og svo kældur. California Common bjór ber sterk humlaeinkenni, er meðalfylltur og ber oft keim af ristaðri karamellu. Nokkur litbrigði er að finna í þessum undirflokk, allt frá gullinbrúnum og til ljósra kopartóna. Sjálfur undirflokkurinn er upprunninn í kringum 1800 og er frá Kaliforníu kominn, en þaðan kemur nafnið. Í þá daga gerjuðu brugghúsin lagerbjór sinn í grunnum gerjunarkerjum og oft við misjöfn skilyrði en með tímanum þróuðu brugghúsin og ræktendur geryrkja, kynbætt geryrki sem þoldu að gerjast við hærra hitastig. Úr varð sérstætt undiryrki lagerbjórs sem nú kallast California Common.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Magn | 330ml |
Upprunaland | ísland |
Styrkleiki | 47% |