1.637kr.
Skaði er fremur mildur bjór sem dýpkar að bragði og ilm í takt við aldur og þroska, en Skaði ber ljúfan keim af pipruðum negultónum. Skaði er gerjaður við tiltölulega lágt hitastig, sem leiðir af sér þurran bjór með sítrus- og maltkeim. Ilmur Skaða er kryddaður og er þessi bjór því prýðilegur með blönduðu sjávarfangi, ljósu kjöti, grænkeraréttum, tærri súpu, sterkum ostum og vel krydduðum réttum.
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, rúgur, humlar, ger og íslensk hvönn.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Skaði er kona sjávarguðsins Njarðar í norrænni goðafræði og þar með stjúpmóðir Freys og Freyju. Skaði er af kyni jötna en faðir hennar er jötunninn Þjassi. Þrymheimur kallast heimkynni Skaða sem er staðsettur hátt til fjalla. Ferðast Skaði um á skíðum og veiðir þau dýr með boga og örvum sem á vegi hennar verða. Skaði hefur einnig verið kölluð Öndurguð eða Öndurdís.
Skaði er fremur mildur bjór sem dýpkar að bragði og ilm í takt við aldur og þroska, en Skaði ber ljúfan keim af pipruðum negultónum. Skaði er gerjaður við tiltölulega lágt hitastig, sem leiðir af sér þurran bjór með sítrus- og maltkeim. Ilmur Skaða er kryddaður og er þessi bjór því prýðilegur með blönduðu sjávarfangi, ljósu kjöti, grænkeraréttum, tærri súpu, sterkum ostum og vel krydduðum réttum.
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, rúgur, humlar, ger og íslensk hvönn.
Farmhouse Ale (Bændaöl) er kominn af forn-evrópskri brugghefð en hér áður brugguðu bændur gjarna bjór til einkaneyslu á bæjum úr eigin kornbirgðum, en flestir brugguðu bændur fyrir jól og í lok uppskerutíðar, nema þar sem gnægt af korni var að finna og svöluðu efnaðri bændur því þorstanum á svalandi og heimabrugguðu bændaöli frá degi til dags. Hráefni Farmhouse Ale (Bændaöls) er gífurlega fjölbreytilegt; bjór í þessum flokki freyðir ríkulega og getur verið allt frá því að vera ljós og léttur sem ávaxtaríkur eða dökkur, kröftugur með þéttri fyllingu og sterkum gerkarakter.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Upprunaland | ísland |
Magn | 330ml |
Styrkleiki | 7,5% |