905kr. 858kr.
Millí Vanillí Imperial Smoked Vanilla Stout er sérstök viðhafnarútgáfa sem byggir á hinum margverðlaunaða Lava bjór frá Ölvisholt. Bruggmeistarinn setti vanillu í tankinn og sérblandaði þar til fullkomið jafnvægi milli vanillu og reyks leit dagsins ljós!
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, púðursykur, vanilla, humlar og ger.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Bruggmeistari Ölvishúss setti vanillu í tankinn og sérblandaði Lava, hinn víðfræga Imperial Stout frá Ölvisholt brugghúsi, þar til fullkomið jafnvægi milli vanillu og reyks leit dagsins ljós!
Millí Vanillí Imperial Smoked Vanilla Stout er sérstök viðhafnarútgáfa sem byggir á hinum margverðlaunaða Lava bjór frá Ölvisholt, sem er Imerpial Stout og hefur farið sigurför um heiminn, en bruggmeistarinn setti vanillu í tankinn og sérblandaði þar til fullkomið jafnvægi milli vanillu og reyks leit dagsins ljós. Hér fer dökkur, vel reyktur og þéttur gæðabjór með lakkrís- og vanillukeim sem yljar sálinni á köldum vetrardögum og kemur skemmtilega á óvart!
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, púðursykur, vanilla, humlar og ger.
Imperial Stout merkir einfadlega „keisara-öl“ og er þéttur, kröftugur og áfengisríkur, dökkur bjór; margslunginn og ber ríkulegt bragð af brenndu malti og þroskuðum ávöxtum. Sterka reykjarbragðið af Imperial Smoked Stout fæst með því að láta byggið þorna yfir opnum loga áður en byggið er notað í bjórgerðina, en reykta bjórhefðin á upphaflega rætur að rekja til Þýskalands. Bjór af þessari gerð er þéttur, kröftugur og með hærra áfengisinnihald en venjan er um hefðbundnari afbrigði af öli. Imperial Vanilla Smoked Stout er vanillulöguð viðhafnarútgáfa af Lava, Smoked Imperial Stout, frá Ölvisholt.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Upprunaland | ísland |
Magn | 330ml |
Styrkleiki | 9,4% |