855kr. 812kr.
Lava Smoked Imperial Stout er þéttur og svarbrúnn bjór sem ilmar af súkkulaðikenndri reykjarslæðu með áfengu ívafi. Sætbeiskur í munni með ristuðum súkkulaði- og maltkeim með eftirbragð af brenndu malti, reyk og ylríkum vínanda. Góður með reyktu / grilluðu rauðu og sætum eftirréttum og tilvalinn sem marinering.
Hráefni: Vatn, maltað bygg, hveiti, humlar, ger og púðursykur.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Lava Smoked Imperial Stout var tilnefndur sem besti Imperial Smoked Beer á US Open Championship árið 2012!
Lava Smoked Imperial Stout er hnausþykkur, svartbrúnn bjór og er merkur brautryðjandi á sögusviði íslenskrar bjórgerðar. Fyrir þennan sótti bruggmeistari Ölvishúss innblástur til eldfjallsins Heklu sem blasir við frá bæjardyrum brugghússins, en einstaka sinnum sjá ábúendur eldgjósku frá Heklu frá bæjardyrum Ölvisholts, þar sem brugghúsið er til húsa.
Hnausþykk maltkennd freyðingin ilmar af reyk, súkkulaði og áfengum keim en bjórinn er sætbeiskur með maltristuðum súkkulaðikeim og eftirbragði af brenndu malti, reyk og áfengum yl. Einstaklega góður með rauðu kjöti, reyktum og grilluðum mat og sætum eftirréttum. Hraun er einnig tilvalinn sem marinering fyrir matreiðslu.
Hráefni: Vatn, maltað bygg, hveiti, humlar, ger og púðursykur.
Lava Smoked Imperial Stout hlaut tilnefningu sem besti Imperial Smoked Beer á U.S. Open Championship árið 2012, en umfjallanir um Lava Smoked Imperial Stout bjórinn frá Ölvisholt má finna í fjölmörgum bjórbókum, þar á meðal í alfræðibókinni World Atlas of Beer þar sem Lava Imperial Stout er lofaður í hástert og sagður kyndilberi íslenskrar ölgerðar. Höfundar bókarinnar, Stephen Beaumont og Tim Webb rita svo um Lava Smoked Imperial Stout:
Við erum hjartanlega sammála!
Imperial Stout merkir einfaldlega „keisara-öl“ og er þéttur, kröftugur og áfengisríkur, dökkur bjór; margslunginn og ber ríkulegt bragð af brenndu malti og þroskuðum ávöxtum. Sterka reykjarbragðið af Imperial Smoked Stout fæst með því að láta byggið þorna yfir opnum loga áður en byggið er notað í bjórgerðina, en reykta bjórhefðin á upphaflega rætur að rekja til Þýskalands. Bjór af þessari gerð er þéttur, kröftugur og með hærra áfengisinnihald en venjan er um hefðbundnari afbrigði af öli.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófeimin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Upprunaland | ísland |
Magn | 330ml |
Styrkleiki | 10,3% |