1.332kr.
Jóla Jóra er kryddaður Imperial Stout; dökkur, þykkur, sætkryddaður og fullkominn eftirréttabjór til að deila. Hugmyndin að baki þessari útgáfu kemur frá „lagköku“ ömmu bruggmeistarans; sama kryddið og sama tilfinningin.
Innihald: Vatn, maltað bygg, humlar, ger, vanilla, negull, kanill og kryddjurtir.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Lagkaka er kaka sem gerð er úr fleiri lögum af köku sem lögð eru saman með fyllingu, eins og þeyttum rjóma, sultu eða kremi. Dæmi um lagköku er hefðbundin terta sem gerð er úr tveimur eða fleiri tertubotnum, en venjulega er heitið lagkaka fyrst og fremst notað yfir Vínartertur eða Randalínur þar sem nokkur lög eru sett saman með sultu eða kremi á milli og kakan sjálf er ýmist hvít eða brún.
Jóla Jóra er kryddaður Imperial Stout; dökkur, þykkur, sætkryddaður og fullkominn eftirréttabjór til að deila. Hugmyndin að baki þessari útgáfu kemur frá „lagköku“ ömmu bruggmeistarans; sama kryddið og sama tilfinningin.
Innihald: Vatn, maltað bygg, humlar, ger, vanilla, negull, kanill og kryddjurtir.
Jóla Jóra er dökkur, sætkryddaður, meðalbeiskur með lagkökukryddi, ristuðu malti, karamellu- og vanillukeim. Ilmur Jóla Jóra ber keim af kryddaðri lagköku og er nokkuð beiskur, meðalþungur bjór með þéttu eftirbragði.
Imperial Stout merkir einfadlega „keisara-öl“ og er þéttur, kröftugur og áfengisríkur, dökkur bjór; margslunginn og ber ríkulegt bragð af brenndu malti og þroskuðum ávöxtum. Kryddaður Imperial Stout er fremur beiskur en bragðflokkurinn einkennist gjarna af súkkulaði, kaffi, lakkrís, reyk og sterkum humlaeinkennum, en iðulega er um tunnuþroskaðan bjór að ræða sem bragðbættur hefur verið með sérvöldum kryddtegundum.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Magn | 330ml |
Upprunaland | ísland |
Styrkleiki | 9,2% |