880kr.
Heims um bjór er jólalager Ölvisholts. Meðaldökkur maltbjór með sítrus- og ávaxtakeim og mildu eftirbragði af karamellu. Að lokum gæðir Ölvisholt brugghús þennan skvettu af jólatöfrum sem fullkomna framleiðsluna. Þessi er góður um jólin!
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, humlar og ger.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Heims um bjór er jólalager Ölvisholts. Meðaldökkur maltbjór með sítrus- og ávaxtakeim og mildu eftirbragði af karamellu. Að lokum gæðir Ölvisholt brugghús þennan skvettu af jólatöfrum sem fullkomna framleiðsluna. Þessi er góður um jólin!
Innihald: Vatn, maltað bygg, hveiti, humlar og ger.
Þessi ákveðni undirflokkur lagerbjóra nefnist „Vínarstíll“, en rauður lagerbjór er örlítið þurr og með vægum humlakeim. Red Lager er vinsælt afbrigði með sterkan maltkarakter, léttri meðalfyllingu og sætum karamellukeim en rauði liturinn stafar af sérbrenndu malti sem gæðir þennan undirflokk ljúffengum og mildum karakter.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Upprunaland | ísland |
Magn | 330ml |
Styrkleiki | 5% |