655kr.
Gísli, Eiríkur og Helgi er rafgullinn og belgískur tripel í sætari kantinum, gerjaður með tvenns konar belgísku geri sem gefur mjög skemmtilega kryddtóna. Nettur súkkulaðikeimur fékkst svo með því að bæta út í bjórinn kakóbaunahuski frá Omnom konfektsmiðjunni.
Innihald: Vatn, maltað bygg, sykur, kakóbaunahýði, humlar og ger
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Bakkabræður, þeir Gísli, Eiríkur og Helgi, voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal eða jafnvel Bakka í Fljótum. Þeir eru meðal þekktustu þjóðsagnapersóna Íslendinga og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru fjölmargar sagnir um þá. Þeir voru einfaldir og auðtrúa og sögurnar um þá byggja allar á þessum persónueinkennum. Bakkabræðrasögurnar eru allar stuttar kímnisögur.
Gísli, Eiríkur og Helgi er rafgullinn og belgískur tripel í sætari kantinum, gerjaður með tvenns konar belgísku geri sem gefur mjög skemmtilega kryddtóna. Nettur súkkulaðikeimur fékkst svo með því að bæta út í bjórinn kakóbaunahuski frá Omnom konfektsmiðjunni.
Innihald: Vatn, maltað bygg, sykur, kakóbaunahýði, humlar og ger
Gísli, Eiríkur og Helgi er rafgullinn, skýjaður, smásætur og léttkryddaður eins og er um flestar belgískar Tripel bjórtegundir. Ilmur Gísla, Eiríks og Helga er ávaxtaríkur með karamellublæ en bjórinn er sætkryddaður með ljúfum gertón, vott af apríkósu- sem karamellukeim og mildu eftirbragði.
Belgian Tripel er ljóst sterköl með ráðandi keim af brauðmiklu malti, jurta- og blómahumlum, ávöxtum og krydduðum gertónum, en stíllinn á rætur að rekja til belgískra klausturhefða og „trappista-munka“ sem brugguðu bjórinn eftir rótgrónum gæðastöðlum á öldum áður. Tripel er auðþekktur á dýpri maltsætu og ögn dekkri, rafgullnum lit sem stafar af hlýrri gerjun með belgísku geri og bragðast Tripel því oftlega af margslungnum appelsínu- og sítruskeim, sætu kryddi og blómahumlum.
Ölvisholt Brugghús er handverksbrugghús sem staðsett er í Flóahreppi, rétt utan við Selfoss. Brugghúsið var stofnað árið 2007 af ábúendum og nágranna þeirra á Ölvisholti og er til húsa í uppgerðum útihúsum sem áður hýstu nautgripi og heyfang bóndans að Ölvisholti. Allt frá upphafi hafa eigendur lagt metnað sinn í að framleiða úrvals bjóra úr gæðahráefni og verið ófemin við að koma fram með nýjungar til að leggja sitt af mörkum í þeim aukna fjölbreytileika sem hefur rutt sér til rúms á Íslandi.
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Upprunaland | ísland |
Magn | 330ml |
Styrkleiki | 7,7% |