19.800kr. 13.860kr.
Dísætt konfektdagtal sælkerans fyrir jólin og spænskt eðalfreyðivín! Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson á heiðurinn að þessari glæsilegu listhönnun og handgerðu súkkulaðimolunum í konfektjóladagatalinu árið 2022 en Faustino Cava freyðivínið, er ljóssítrónugult freyðivín með fínlegri freyðingu.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Dísætt konfektdagtal sælkerans fyrir jólin og spænskt eðalfreyðivín! Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson á heiðurinn að þessari glæsilegu listhönnun og handgerðu súkkulaðimolunum í konfektjóladagatalinu árið 2022 en Faustino Cava freyðivínið, er ljóssítrónugult freyðivín með fínlegri freyðingu. Þetta er í gjafaöskjunni:
Ljóssítrónugult freyðivín. Ósætt, fínleg freyðing, fersk sýra. Sítrus, epli, gertónar. Tilvalinn fordrykkur og fyrir létta viðburði. Hentar einnig vel með mat eins og t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.
Freyðivín er best að bera fram við 7-8°C. Opnar flöskur skal geyma í ísskáp, en gott er að nota sérstakan freyðivíns-tappa til að loka flöskunni til að halda freyðingunni betur í flöskunni. Freyðivín er yfirleitt borið fram í freyðivínsglösum sem geta ýmist verið keilulaga eða skálarlaga.
Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson, sem er margverðlaunaður konfektgerðarmaður, á heiðurinn að þessari glæsilegu listhönnun og handgerðu súkkulaðimolunum í konfektjóladagatalinu árið 2022. Glæsilegar gjafaumbúðirnar og svo hönnunin sjálf eru sannkölluð prýði og sóma sér vel í stásstofu hvers heimilis. Dagtalið er sneisafullt af listilega vel gerðum konfektmolum úr hágæða hráefnum og segir Hafliði sjálfur ýmislegt óvænt og unaðslega ljúffengt leynast í dagatalinu, enda skuli ávallt vandað til verka þegar telja á niður daga til jóla. Hver getur staðist 24 handgerða og rammíslenska, sérhannaða konfektmola í hæsta gæðaflokki úr konfektsmiðju meistara Hafliða Ragnarssonar, súkkulaðimeistara og gæðabakara með meiru?