12.700kr.
Cuvée Rosé rósakampavín er með blæbrigðaríkum og hreinum ávaxtakeim rauðra berja; jarðarber, Morello kirsuber, sólber og hindber. Mjúk og ávöl fylling, fersk sýra, þétt freyðing. Prýðis borðvín með svínabóg, blönduðu sjávarfangi og / eða mjúkum og þroskuðum ostum.
Ekki til á lager
… Cuvee Rose frá Laurent-Perrier er eitt þekktasta rósakampavín heims og er rómað fyrir ljúfan ilm og falleg litbrigði. Sjálf flaskan er innblásin glæsilegum stíl franskra konunga og hefur notið fádæma vinsælda undangengna áratugi, sem svo aftur gerir að víngerðarmenn um víða veröld kappkosta að framleiða rósakampavín í sama gæðaflokki og Cuvée Rose rósakampavínið!
Laurent-Perrier Cuvée Rosé er blæbrigðaríkt með ferskum ávaxtailm, en vínið er framleitt úr hreinum Pinot Noir þrúgum frá tíu mismunandi héruðum frá norður- og suðurhluta Montagne de Reims, sem og frá hinu víðfræga Bouzby þorpi í Frakklandi. Vínberin eru handtínd af sérvöldum vínekrum og vandlega flokkuð áður en þau fara í sjálf kerfin, en með nákvæmni og alúð lokkar þannig víngerðarmeistarinn fram fagra litatónana og ilmandi auðlegð sem Pinot Noir ber með sér.
Upprunaland | Frakkland |
---|---|
Hérað | Champagne |
Framleiðandi | Laurent Perrier |
Stíll | French Champagne |
Þrúga | Pinot Noir |
Litur | Rósbleikt |
Eigindi | Mjúk fylling, fersk sýra, þétt freyðing. |
Matarpörun | Svínabógur, feitir fiskréttir, skelfiskur, mjúkir og þroskaðir ostar. |
Styrkleiki | 12% |
Magn | 750ml |
Umbúðir | Glerflaska, korktappi |
Ofnæmi | Súlfatar (Sulfites) |