10.800kr.
Ljúffeng hátíðaraskja sem inniheldur Federico Paternina Resarva, rúbínrautt og meðafyllt spænskt eðalrauðvín, smákökur frá Mosfellsbakari, stökkar og ljúffengar konfekttrufflur frá Nicolas Vahé og Meriaki ilmkerti með skandinavískum skógarilm.
Í boði sem biðpöntun.
Þessi fallega jólagjafaaskja er tilvalin sem aðventugjöf eða undir jólatréð og inniheldur bæði rauðvín og óáfengt jurtate, lúxuslakkrís og ljúffengar hátíðarsmákökur. Dásamlegur jólapakki til að njóta í næði við ylríkt kertaljósið eða með ástvinum og í góðra vina hópi við kaffiborðið yfir hátíðir. Rúbínrauða jólagjafaskjan inniheldur:
Federico Paternina Resarva er meðalfyllt og rúbínrautt vín með kraftmiklu og fersku berjabragði; meðalsúrt og eikarþroskað. Ber, ávextir, krydd, létt tannín, eik, vanilla, tóbak. 100% Tempranillo vínþrúgur.
Uppruni: Rioja-hérað, Spánn
Styrkleiki: 13%
Magn: 750 ml
Logagylltar súkkulaðihjúpaðar lakkrískúlur úr konfektsmiðju Hafliða Ragnarssonar, sem er margverðlaunaður konfektgerðarmeistari. Hæfa vel í hátíðarskálina á veisluborðið yfir jólin og fara vel í hendi með ljúffengu rauðvínsglasi.
Magn: 200 gr
Hátíðarsopinn (Jingle Moode) er yndislegt jurtate sem allir teunnendur ættu að njóta á helgasta tíma ársins. Telaufin frá Artic Mood eru lífrænt vottuð og blönduð úr sérvöldum jurtum ásamt göldrum gæddum íslenskum jurtum. Hér er á ferð styrkjandi og heilnæmt jurtate með sannkölluðum hátíðarkeim.
Laus telauf: 50 gr
Handgerðar hátíðartrufflur í hæsta gæðaflokki úr eðalsmiðju Hafliða Ragnarssonar, konfekt- og súkkulaðigerðarmeistara. Þessar dásamlegu trufflur gæla við bragðlaukana og glæða jólaborðið lífi í fallegri konfektskál.
Hátíð ljóss og friðar verður enn fegurri þegar þú tendrar á þessu gullfallega ilmkerti frá Meraki, sem er framleitt úr sojabaunaolíu og hefur þar af leiðandi lengri endingartíma en venjuleg kerti. Ferskur ilmurinn færir þér skandinavískan skógarilm, en logatími er 35 klukkustundir. Falleg og stílhrein hönnun með góðum ilm sem lífgar upp á heimilið og glæðir jólaborðið hátíðarljóma.
ATH! Panta þarf gjafakassann með dags fyrirvara.