680kr.
Porterinn er svartbrúnn á lit, með mikilli fyllingu og ristuðum tónum. Undirliggjandi er súkkulaðibragð sem kemur beint úr Nóa Síríus súkkulaði. Vanillu keimur, en frekar léttur.
Fleiri en 20 stk eru til á lager (hægt að leggja inn biðpöntun)
Fyrir jólin 2015 setti Bruggsmiðjan nýjan jólabjór á markað, og var það af tegundinni Porter, Súkkulaði Porter. Bjórinn fékk mikið lof og seldist mjög vel í sínu fyrsta sölutímabili, og sjáum við fram á að hann verði nú árlegur jólagestur. Porterinn er svartbrúnn á lit, með mikilli fyllingu og ristuðum tónum. Undirliggjandi er súkkulaðibragð sem kemur beint úr Nóa Síríus súkkulaði. Vanillu keimur, en frekar létt
Allt áhugafólk um vandaðan og góðan bjór. Kaffigelti og súkkulaðigrísi.
Hvar:
Einn og sér við arineld á aðventunni eða með eftirréttinum, sbr. hér að neðan.
Matarpörun:
Með súkkulaðiköku, pekanhnetu böku, eða ís og þá helst heimagerðum. Mamma býr til Toblerone ís á jólunum sem væri gordjös með þessum bjór. Af einskærri ævintýragirni væri ég svo til í að prófa þennan bjór með bragðmiklu kjöti á borð við nautasteik eða villibráð.