19.799kr.
ATH: Eins dags afhendingarfrestur er á þessari vöru
Stórglæsileg gjafaaskja sem inniheldur Courvoisier De Luxe VS Cocnac, rafbrúnt koníak með sætuvotti og keim af þurrkuðum ávöxtum, kólumbískt hátíðarkaffi frá Kaffitár með ljúfri fyllingu og ávaxtakeim ásamt ómótstæðilegum hátíðartrufflum frá Hafliða Ragnarssyni konfektmeistara.
Fleiri en 20 stk eru til á lager
Stórglæsileg gjafaaskja sem inniheldur Courvoisier De Luxe VS Cocnac, rafbrúnt koníak með sætuvotti og keim af þurrkuðum ávöxtum, kólumbískt hátíðakaffi frá Kaffitár með ljúfri fyllingu og ávaxtakeim; kirsuberjum, plómum og eftirbragði af hnetum og kryddi ásamt ljúffengum hátíðartrufflum frá Hafliða Ragnarssyni konfektmeistara.
Courvoisier VS Cognac er franskt, hágæða „eaux-de-vie“ koníak sem státar af hinu eftirsótta VS merki, sem þýðir Very Special Cognac og merkir að koníakið hefur þroskast í heil tvö ár hið minnsta, á tunnum, fyrir átöppun. VS koníak er einnig nefnt „Sélection“, „De Luxe“ eða einfaldlega sem ***, en stjörnurnar þrjár á koníaksflösku merkir að vínið er í VS aldursflokki, sem spannar frá 2 – 8 ára aldri.
Jólakaffi 2022 frá Kaffitár kemur frá Huila í Kólumbíu. Kaffið er tært með góðri fyllingu, en ávöxturinn minnir á kirsuber og plómur. Eftirbragð af hnetu og kryddi. Hentar vel í allar tegundir uppáhellingar og sem expressó. Mögulegt er að velja fremur Starbucks Holiday Blend, 190 gr. kaffibaunir en taka verður sérstaklega fram við pöntun.
Handgerðar hátíðartrufflur í hæsta gæðaflokki úr eðalsmiðju Hafliða Ragnarssonar, konfekt- og súkkulaðigerðarmeistara. Þessar dásamlegu trufflur gæla við bragðlaukana og glæða jólaborðið lífi í fallegri konfektskál.