11.390kr.
Gjafakassi í smekklegum og náttúrulegum stíl, sem inniheldur, Butelli kaldpressaða ólífuolíu frá grísku eyjunni Corfu, Spitikó náttúrulega bragðbætta, kaldpressaða ólífuolíu með rósmarín og Spitikó ólífumauk úr svörtum ólífum, sólþurrkuðum tómötum og óreganó. Í kassanum er brún fylling undir vörunum, en uan um kassana er slaufa úr brúnu snæri.
Gjafakassinn eru umhverfisvænn og FSC vottaður (Forest Stewardship Council) sem þýðir að allur viður sem pappírinn er unninn úr er uppurinn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti. Fyllingin er búin til úr afgangs kössum.
ATH! Panta þarf gjafakassann með dags fyrirvara.
Í boði sem biðpöntun.
Gjafakassi í smekklegum og náttúrulegum stíl, sem inniheldur Nanoussa, létt og arómatískt rauðvín frá Kir-Yanni með rauðum ávöxtum, mildu tannín og eftirbragði sem endist, Butelli kaldpressaða ólífuolíu frá grísku eyjunni Corfu, Spitikó náttúrulega bragðbætta, kaldpressaða ólífuolíu með rósmarín og Spitikó ólífumauk úr svörtum ólífum, sólþurrkuðum tómötum og óreganó. Í kassanum er brún fylling undir vörunum, en uan um kassana er slaufa úr brúnu snæri. Gjafakassinn eru umhverfisvænn og FSC vottaður (Forest Stewardship Council) sem þýðir að allur viður sem pappírinn er unninn úr er uppurinn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti. Fyllingin er búin til úr afgangs kössum.
Létt og arómatískt grískt rauðvín frá Kir-Yanni með rauðum ávöxtum, mildu tannín og eftirbragði sem endist. Vínið parast vel með flestum mat en er líka gott eitt og sér.
Þrúga: 100% Xinomavro
Styrkleiki: 14%
Eining: 750 ml
Hágæða kaldpressuð ólífuolía með lágu sýrustigi. Olían hefur unnið fjölda verðlauna um allan heim, ekki einungis fyrir gæði olíunnar sjálfrar heldur einnig fyrir umbúðirnar sem þykja mjög stílhreinar, gæðalegar og eru 100% náttúrulegar. Olían er 50% Koroneiki og 50% Athinoelia sem er ólífutegund sem vex einungis í Monemvasi í suður Grikklandi. Athinoelia er fágæt tegund ólífa og telja margir sérfræðingar olíu úr þeim vera eina af bestu extra virgin ólífuolíum í heimi. Bragði olíunnar er lýst sem því stórkostlegasta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Olían ilmar af fersku grasi, grænum kryddjurtum og hefur gott beiskt eftirbragð. Tappinn er handgerður úr greinum ólífutrjánna. Hágæða ólífuolía með lágu sýrustigi. Kemur í glerflösku með handgerðum viðartappa.
100% náttúrulegar umbúðir.
Eining: 500 ml lí
Grikkland er frjósamt land með miklu úrvali af gæða vínberjum sem gerir Spitiko kleyft að búa til sitt einstaka lífræna balsamic edik. Edikið er látið eldast í tunnum eins og fínt vín sem gefur af sér ljúffengt balsamic edik og hunangið gefur því sætt eftirbragð. Spitiko virðir umhverfið og viðskiptavini sína og notar einungis hágæða pakkningar. Þeir nota hágæða gler, sem er málað og silkiprentað, endurnotanlegt, umhverfisvænt og 100% endurvinnanlegt.
100% náttúruleg vara án allra aukaefna.
Eining: 200 ml