1.250kr.
Ávaxtaríkur vodkakokteill með lágu áfengisinnihaldi og dísætum keim af mangó, appelsínu og límónu. Tilbúinn til drykkjar úr dós; við mælum með að kæla – hrista – opna – hella í falleg glös og bera strax fram!
In stock
Nitro Infused þýðir í stuttu máli að FUNKIN kokteilarnir eru með viðbættu köfnunarefni (Nitrogen / N2) en köfnunarefnið (Nitrogen) gæðir kokteilinn ríkulegri, silkimjúkri áferð með þéttum og rjómakenndum froðutopp. Þess vegna er best að hrista vel og opna strax vel kælda áldós af FUNKIN Cocktail og bera strax fram en 200 ML dós er einn kokteill sem stenst fyllilega samanburð við hágæða kokteildrykk á góðum vínbar!
Funkin Passion Fruit Martini er frískandi og ávaxtaríkur vodkakokteill með lágu áfengisinnihaldi og dísætum keim af mangó, appelsínu og límónu. Kokteillinn glútenlaus og tilbúinn til drykkjar úr dós; við mælum með að kæla – hrista – opna – hella í falleg glös og bera strax fram!
150 ML Passion Fruit Nitro Can FUNKIN Cocktails
30 ML Southern Comfort
30 ML Limoncello
Skvetta af Cava freyðivíni (valkvætt)
Hrærið Southern Comfort og Limoncello saman í glas með ísmolum. Fyllið glasið með Passion Fruit Martini Nitro Can kokteildós og bætið skvettu af Cava hvítvíni í glasið (valkvætt). Hrærið varlega í blöndunni.
Skreytið glasið með mintulaufi og njótið þessa ljúffenga kokteils, allra helst við fagurt sólarlag.