1.250kr.
Léttfreyðandi vodka-kokteill með lágu áfengisinnihaldi, kaldbrugguðu kaffi og vanillukeim. Kokteillinn er glútenlaus og tilbúinn til drykkjar úr dós; við mælum með að kæla – hrista – opna – og njóta strax!
In stock
Nitro Infused þýðir í stuttu máli að FUNKIN kokteilarnir eru með viðbættu köfnunarefni (Nitrogen / N2) en köfnunarefnið (Nitrogen) gæðir kokteilinn ríkulegri, silkimjúkri áferð með þéttum og rjómakenndum froðutopp. Þess vegna er best að hrista vel og opna strax vel kælda áldós af FUNKIN Cocktail og bera strax fram en 200 ML dós er einn kokteill sem stenst fyllilega samanburð við hágæða kokteildrykk á góðum vínbar!
Funkin Espresso Martini Nitro dósir innihalda barista blöndu af fínasta köldu brugg kaffi, vanillukeim og kikk af úrvals vodka. Búast má við silkimjúkri samkvæmni espresso martíní í bargæða – án þess að þú þurfir að reyna. Geymið kalt og þurrt. Berið fram kælt í Martini glasi og skreytið með þremur kaffibaunum.
200 ML Espresso Martini Nitro Can FUNKIN Cocktails
30 ML Baileys eða Amarula líkjör (rjómakennd karamelluáferð)
20 ML Kahlua eða Tia Maria (tónar vel við espressokokteilinn)
Hellið Baileys (eða Amarula) og Kahlua (eða Tia Maria) í hátt glas með ísmolum. Takið fram vel kælda dós af Espresso Martini Nitro Can kokteil, hristið vel í áldósinni og opnið. Fyllið glasið. Hrærið varlega í blöndunni.
Skreytið gjarna með fáeinum kaffibaunum og berið strax fram. Þessi kokteill er indæll að loknum góðum kvöldverði sem allir sannir kaffiunnendur kunna að meta.