21.700kr.
Crystal Head Pride Limited Edition Vodka er margverðlaunaður vodka, fjóreimaður úr kanadískum kornmaís og kristaltæru háfjallavatni frá Nýfundnalandi og loks síaður gegnum Herkimer-demantasíu. Tær og litlaus, heitt en ylríkt og vanillublandin slæða. Heitt og mjúkt eftirbragð.
Regnbogalitirnir í þessari fallegu hönnun eru meira en aðeins tilviljanakenndir regnbogalitir; framleiðslan var sett á markað til að undirstrika skilyrðislausan stuðning Crystal Head Vodka við málefni LGBTQ+ og því er sjálf flöskuhönnunin skapandi óður til fjölbreytileika mannlífsins og er einnig virðingarvottur fyrir fjölbreytileika og jafnrétti.
In stock
Litir gegna mikilvægu hlutverki í lífi okkar allra; litir eru öflugt samskiptatæki og mikilvægt tjáningarform. Litir vekja hughrif og eru nátengdir skapandi hugsun. En regnbogalitirnir í þessari fallegu hönnun eru meira en aðeins tilviljanakenndir regnbogalitir; framleiðslan var sett á markað til að undirstrika skilyrðislausan stuðning Crystal Head Vodka við málefni LGBTQ+ og því er sjálf flöskuhönnunin skapandi óður til fjölbreytileika mannlífsins og virðingu fyrir fjölbreytileika og jafnrétti.
Crystal Head Vodka hefur um nokkurra ára skeið verið opinber stuðningsaðili LGBTQ+ samfélags á alþjóðamælikvarða en hluti söluágóða af sérhannaðri vodkaflöskunni rennur til Kalaiedescope Trust, en framleiðandi er einnig verið opinber stuðningsaðili Stonewall Sports áætlunarinnar allt frá árinu 2017 og styður framleiðandi einnig við The Test Positive Awareness Network og Lurie Childrens Hospital Transgender Youth Program.
Í þessari gullfallegu og allsérstæðu hönnun er hefðbundið Crystal Head vodka, sem er fjóreimað úr hágæða, kanadísku maískorni, síað með Herkimer demantaaðferð og blandað tæru vatni frá Nýfundnalandi. Hér er á ferð ljúfur vínandi sem er laus við öll skaðleg aukaefni og er framleiddur fyrir markað með stolti.
Um takmarkað upplag er að ræða, en flaskan kom fyrst á markað árið 2020 og er framleidd sérstaklega til stuðnings réttindum LGBTQ+ samélagsins, en listilega vel gerð hönnun flöskunnar gerir þennan vandaða vodka að sannkallaðri safnperlu sem sæmir sér vel á fegurstu hillunni í betri vínskápnum.