154.999kr.
Framúrskarandi 100% Cabernet Sauvignon, hægþroskað á frönskum eikartunnum. Granatrautt vínið opnast á þroskaðri aldinkörfu með keim af sólberjum og gylltum reyk sem rennur saman við sedru- og kryddkeim. Silkimjúkur og kringlóttur gómur með sólberjum og plómu. Langt og seiðandi eftirbragð sem ber lit af vanillu og negul.
Þrúga: Cabernet Sauvignon
Í boði sem biðpöntun.
Cabernet Sauvignon er margslungið og æði sérstakt vínþrúguyrki sem, þegar hægþroskað á hágæða (og fokdýrum) frönskum eikartunnum, öðlast djúpan og skarpan kryddkeim. Eikaraldrað Cabernet Sauvignon er afar eftirsótt rauðvín og þykir hverrar krónu virði.
Framúrskarandi granatrautt, 100% Cabernet Sauvignon rauðvín, hægþroskað á frönskum eikaÞrrtunnum.
Granatrautt vínið opnar nef á þroskaðri aldinkörfu með keim af sólberjum og gylltum reyk sem rennur saman við sedru- og kryddkeim. Silkimjúkur og kringlóttur gómur með sólberjum og plómu. Langt og seiðandi eftirbragð sem ber lit af vanillu og negul.
Franska víngerðarhúsið Château Mouton Rothschild hefur hlotið mikið lof meðal fremstu víngagnrýnenda veraldar fyrir uppskeruárið 2009 og er fyllilega að heiðrinum komið. Rauðvín í fremsta gæðaflokki sem sómir sér vel í vínkjallaranum.