Þurrt freyðivín, ósætt með keim af greni. Við gerð vínsins er notast við hina hefðbundnu retsina aðferð við fyrri gerjun sem gefur því þetta sérstaka grenibragð. Við seinni gerjun er notast við hina hefðbundnu kampavínsaðferð. Retsina aðferðin er hér notuð í fyrsta sinn við gerð freyðivíns. Vínið parast til dæmis vel með sjávarréttum og miðjarðarhafsmat.