14.799kr.
Til heiðurs ríflega fjörtíu ára farsælu samstarfi kampavínsframleiðandans Champagne Bollinger og kvikmyndanjósnarans James Bond, sem hefur sötrað samnefnt kampavín undir formerkjum breska leyniþjónustumannsins 007 á hvíta tjaldinu svo lengi sem elstu menn muna og einnig af tilefni frumsýningar kvikmyndarinnar To Time To Die (2021) er nú komin sérstök kampavínslína á markað; Special Cuvée sem heiðrar tryllitækið Aston Martin DB5 og smellpassar að sjálfsögðu við eðalsmekk breska ofurhugans.
Gullinleitt freyðivín; fersk sýra, freyðir fallega. Mjúk ávaxtakarfa í gómi. Brauðhleifur, heslinetur, sítrus, appelsína, epli að hætti breska njósnarans James Bond.
Ekki til á lager
Til heiðurs ríflega fjörtíu ára farsælu samstarfi kampavínsframleiðandans Champagne Bollinger og kvikmyndanjósnarans James Bond, sem hefur sötrað samnefnt kampavín undir formerkjum breska leyniþjónustumannsins 007 á hvíta tjaldinu svo lengi sem elstu menn muna og einnig af tilefni frumsýningar kvikmyndarinnar To Time To Die (2021) er nú komin sérstök kampavínslína á markað; Special Cuvée sem heiðrar tryllitækið Aston Martin DB5 og smellpassar að sjálfsögðu við eðalsmekk breska ofurhugans.
Sjálf gjafaaskjan um kampavínið sem framleitt er í takmörkuðu upplagi, prýðir smekklega mynd af sjálfum James Bond við hlið tryllitækisins Aston Martin DB5 en litapallettan er óður til silfraðrar áferðar DB5 korvettunnar. Bollinger merkið er gyllt á gjafaöskjunni en sjálf kampavínsflaskan er sérhönnuð og prýðir flöskuhálsinn svarta og gyllta skreytingu með 007 merkinu.
Ekkert var sparað til við framleiðsluferlið, en Champagne Bollinger hannaði vörulínuna í nánu samstarfi við Greg Williams (sem hefur unnið við fjölmargar kvikmyndir og auglýsingar um líf og störf 007), til að markaðslína Special Cuvée 007 Limited Edition kampavínið mætti takast sem best og tóna þannig við glæstan kvikmyndastílinn sem ber upp í No Time To Die kynningarherferðinni.
Bollinger Special Cuvée 007 Limited Edition fæst nú hjá Nýju Vínbúðinni í takmörkuðu upplagi:
Gullinleitt freyðivín; fersk sýra, freyðir fallega. Mjúk ávaxtakarfa í gómi. Brauðhleifur, heslinetur, sítrus, appelsína, epli að hætti breska njósnarans James Bond.