1.250kr.
Fisléttur hvítvínskokteill með lágu áfengisinnihaldi og dísætum keim af suðrænum appelsínum og ítölskum límónum. Tilbúinn til drykkjar úr dós; við mælum þó með að kæla – hrista – opna – og bera strax fram!
In stock
… best er að hrista vel og opna strax vel kælda áldósina, hella í fallegt kokteilgas og bera strax fram, en 250 ml hæfiir einum kokteil, sem þegar borinn er fram í fallegu kokteilglasi með ferskri appelsínusneið sem tyllt er á glasbarminn, stenst fyllilega samanburð við hágæða kokteil á vönduðum vínbar! Lestu áfram til að læra lauflétta og ljúffenga kokteiluppskrift fyrir tvo – sem fáir geta staðist!
Aperitivo Spritz Can Funkin Cocktail er fisléttur hvítvínskokteill með lágu áfengisinnihaldi og dísætum keim af suðrænum appelsínum og ítölskum límónum. Kokteillinn er tilbúinn til drykkjar úr dós; við mælum þó með að kæla – hrista – hella í falleg glös og bera strax fram með bros á vör og sólskin í hjarta!
Aperol Spritz er sítruskenndur, frískandi og örlítið bitur kokteill sem fer vel í hendi og gælir við bragðlaukana. Ef hugurinn leitar í átt að suðrænum sólarströndum, er tilvalið að bregða í þennan mjög svo ferska kokteil sem ber ítalskan blæ og hentar ljómandi sem freistandi fordrykkur fyrir ljúffenga kvöldmáltið.
Sneiðið niður ferska appelsínu, tyllið sneið á glasbarminn og berið fram strax (allra helst með bros á vör). Njótið vel!