Lumo Casa víngjafi (Wine Preserver)
6.436kr.
Lumo Casa víngjafinn (Lumo Wine Preserver) er sérhannað áhald sem lofttæmir opna vínflsöku og viðheldur þannig ferskleika vínsins með því að skapa loftþétt rými sem hægir á oxunarferlinu sem rýrir bragðgæði opinnar vínflösku.
Lumo Casa víngjafinn tryggir ferskleika vínsins í að minnsta í tvær heilar vikur frá opnun og er því afar hagnýtt tæki sem hindrar að gæðavín fari til spillis, en einnig má nota Lumo Casa víngjafann til að varðveita ólívuolíu og balsamikedik með sama hætti.
In stock
Lumo Casa Víngjafi (Lumo Casa Wine Preserver)
Lumo Casa víngjafinn dregur loft úr opnum flöskum og skapar loftþétt lofttæmi sem hægir á oxunarferlinu sem ber ábyrgð á rýrnun bragðsins.
Lofttæmir, hægir á oxunarferli og viðheldur ferskleika
Lumo Casa víngjafinn (Lumo Wine Preserver) er sérhannað áhald sem lofttæmir opna vínflsöku og viðheldur þannig ferskleika vínsins með því að skapa loftþétt rými sem hægir á oxunarferlinu sem rýrir bragðgæði opinnar vínflösku.
Tryggir ferskleika í tvær vikur
Víngjafinn tryggir ferskleika vínsins í að minnsta í tvær heilar vikur frá opnun og er því afar hagnýtt tæki sem hindrar að gæðavín fari til spillis, en einnig má nota Víngjafann til að varðveita ólívuolíu og balsamikedik með sama hætti.
Ein lofttæmingardæla og tveir vínstopparar með þrýstihnappi
Víngjafinn (Wine Preserver) kemur í gullfallegri, segulmagnaðri gjafaöskju sem er framleidd úr hágæða hráefnum, en gjafaaskjan inniheldur eina lofttæmingardælu og tvo vínstoppara með þrýstihnappi.
Passar í flestar vínflöskur og þolir þvott í uppþvottavél
Sjálfur víngjafinn er úr ryðfrírri og gegnheillri sinkblöndu með níðsterku, spegilsléttu og háglansandi yfirborði, en víntapparnir eru framleiddir úr ABS og sílikóni, sem tryggja góða endingu og þétt viðnám gegn gerilvexti og bakteríumyndun. Sjálfur víngjafinn er búinn sérstöku loftþéttiloki sem hindrar með öllu leka og gerir þér jafnvel kleift að leggja vínflöskuna lárétta fyrir geymslu. Víntapparnir sem fylgja með passa í flestar flöskur og þola þvott í uppþvottavél.
SVONA NOTAR ÞÚ VÍNGJAFANN:
- Settu tappann þétt í flöskuhálsinn. Fyrir hámarks lofttæmi skaltu renna neðri hluta tappans undir vatn áður en hann er settur í flöskuna.
- Settu dæluna á tappann og þrýstu ofan í háls vínflöskunnar. Gakktu úr skugga um að ekkert bil sé á milli dælu og tappa.
- Byrjaðu að dæla með því að toga handfangið upp og niður. Þegar þú finnur fyrir þéttu viðnámi, skaltu fjarlægja dæluna því nú er flaskan alveg lofttæmd.
- Til að opna flöskuna aftur skaltu ýta á „PUSH“ hnappinn á tappanum til að losa um lofttæmið og taka svo tappann af vínflöskunni.